fimmtudagur, október 14, 2004

Út að borða

Í gær kíktum við á Vegamót ásamt Berglindi, Matthildi, Eyrúnu&Jobba og Helgu&Ingabirni. Ég var nú ekki alveg viss hvort ég nennti að fara, ekki mikill áhugamaður um reykmenningu miðbæjarins og í seinustu(einu) skipti sem ég hef borðað áður á Vegamótum hafði ég ekki verið hrifinn, en það eru nú 3-4 ár síðan. Við fengum sæti fyrir innan barinn þannig að engin voru reykjarfíflin á ferð. Matseðill hafði gildnað heilmikið síðan ég kom þarna seinast, mig minnir að þá hafi verið 10 réttir en höfðu þeir margfaldast með árafjöldanum sem liðinn var frá því ég kom þangað seinast. Margt var grinilegt á matseðilinum og ekki var maturinn síðri fyrir augað þegar hann var kominn á borð og enn betri í maga. Við skötuhjúin vorum ákaflega hrifin af staðnum og sjáum framá að þurfa að kíkja þangað aftur við fyrsta tækifæri, en þegar að stubbasjúgarar létu sjá sig á næsta borði var tekið á rás út í ferska loftið =)

Engin ummæli: