mánudagur, september 29, 2003

Flytjum inn 12. október

Málning ætti að klárast í dag, bara eftir að mála smá í forstofunni og aftur yfir baðið. Flísarnar eru að smella á eldhúsið og þá er bara baðið eftir. Þannig að heljarinnar þrif ættu að geta farið fram í vikunni og parketlög klárast jafnvel um helgina þannig að við getum byrjað að flytja dót inn í næstu viku og flytjum svo inn laugardaginn 12. október. Þetta er allt að smella, og nú vantar bara bönsh off monney til að gera fínt =)

mánudagur, september 22, 2003

Minnihluta neytandahópur

Ég er farinn að halda að ég sé í minnihluta í neytendasamfélaginu. Lúðulýsi hefur verið tekið af markaðnum, að mínu mati vegna þess að það var of hagstætt f. neytendur, og framleiðandi græddi líklega mun minna á því heldur en þorsalýsi. Þegar ég ætlaði svo að kaupa mér gult Extra jórturleður í dag þá hefur framleiðslu á því verið hætt, að mér skyldist í sjoppinni hérna við hliðina. Annað hvort er ég í minnihluta sem verið er að þarma að, eða þá að einhver er að herja á mig með afmáun neisluvara minna.

föstudagur, september 19, 2003

Vonandi málað um helgina

Jæja, ættum að klára að pússa í dag, þannig að það ætti að vera hægt að byrja að mála um helgina. Ekki væri verra ef það næðist að klára að mála um helgina. Sérstakleg í ljósi þess að ég ætla ekki að raka mig fyrr en við flytjum inn...en þar sem það gæti dregist langt fram í okt. þá verður bara að koma í ljós hvort ég stend við þau orð.

þriðjudagur, september 16, 2003

Framkvaemdir

MurveggurNu er unnid hordum hondum ad framkvaemdum i ibudinni. Er i frii i dag, en reyndar i vinnunni i augnablikinu ad na i verkfaerasettid. Er a auka vel herna sem er med Panther, thannig ad engir islenskir stafir. Eru ekki komnar nyjar PowerBook velar.
Enn, ibudin bidur, enn a eldhusgolfinu, nog eftir ad gera, thannig ad eg er haettur thessu rugli.

fimmtudagur, september 11, 2003

Komin með íbúðina

HúsFengum íbúðina í gær frá leigjandanum. Nú er loksins hægt að hefjast handa við að taka hana í gegn. Nóg er að gera og verðum ábyggilega a.m.k. 2 vikur að þessu. Byrjað verður á að rífa af veggjum á baði, stofu og svefnherbergi. Það verður svoldið verk í stofunni og herberginu. Síðan þarf að ná dúknum af eldhúsgólfinu og brjóta niður vegg milli eldhúss og stofunnar. Eftir það verður hægt að fara í parket- og flísalagningu. Enn þetta er a.m.k. hafið og verður líklegast allt sem maður gerir næstu daga!

þriðjudagur, september 09, 2003

Ruslpóstur?

RuslpósturRe: Approved, Re: Thank you, ... margir búnir að vera í veseni með póstinn sinn þessa dagana sökum póstvírusa sem hrella netverja í enn meira mæli en áður. Líklegast mun ástandið ekki batna því það koma bara nýjir vírusar og menn halda áfram að berjast þessari baráttu. Ég verð nú reyndar lítið fyrir þessu, fæ jú kanski 10 bréf á dag sem komast í gegnum sjálfvirku vírusvörnina í Mail sem gerir ágætis starf að flokka póstinn fyrir mig. Hef ekki enn lent í því að annað en rusl sé sett í ruslið hjá mér. Það er víst ágætt að vera í minnuhluta stundum. Ef makkinn væri ráðandi í dag þá væru menn ábyggilega að skrifa vírusa fyrir hann. Kanski ekki jafn ötulir að blóta yfirmann fyrirtækisins eins og menn gera við M$, en ábyggilega duglegir. Hvað sem því líður óska ég PC notendum góðs gengis í framtíðarbaráttu við vélarnar sínar :)

föstudagur, september 05, 2003

Umferðarmenning

Alltaf ánægjulegt að dóla á 30KM hraða á Reykjavíkurveginum með öllum hinum fíflunum. Umferðarmenning höfuðborgarsvæðisins er afskalega leiðinleg og reyni ég þess vegna að leggja af stað snemma á morgnanna, en það hentar Bínu ekki þannig að ég er virkur þáttakandi í þrotlausri tilraun morgunhana í umferðinni að gera lenstu bílaröð á Íslandi. Við berjumst á hverjum morgni við að troða bílunum okkar eins þétt og við getum, á ferð, og ef hægt er að torða sér framan við annan á leiðinni er það bara plús.
Skárra verður þó þegar að rökkva fer og morgunumferðarstríðið verður háð að næturlagi. Það er miklu þægilega að þokast áfram í endalausri lengju af rauðum ljósum. Þá einhvernveginn virðist þetta vera enn tilganslausara en áður og meiri rómó fíling yfir öllu.
En allt er þetta spurning um að vera sem stystan tíma í vinnuna. Þeim mun seinna sem mögulegt er að leggja af stað, en mæta samt á réttum tíma, þeim mun fleiri stig fær maður, og aukastig fyrir að ná að troðast fyrir framan bíla og skilja þá eftir á rauðu ljósi =)

fimmtudagur, september 04, 2003

Íbúðin á leiðinni

Nú styttist í að við fáum íbúðina afhenta. Leigjandinn fer út á mánuaginn næstkomandi. Þannig að þriðjudagurinn verður annasamur, og komandi vikur. Verst hvað mann langar að gera margt er fjárhagurinn gefur ekki kost á allt of miklu. En það verður lagt á gólfin, parket og flísar. Reynt að gera sem mest á baðinu, kaupa á gólf og eitthvað þar inn. Síðan verður restin bara að ráðast. Fáum parket og líklega ískáp frá öllum foreldrum þannig að þetta tínist til.

mánudagur, september 01, 2003

Klósettathafnir

Merkilegt hvað fólk hefur mismunandi klósettfarir. Sumir fara bara nokkrum sinnum í viku til að gera númer 2, ég fer nú nokkrum sinnum á dag. Þegar það kemur fyrir að ég fer ekki á klósettið yfir daginn, t.d. þegar maður er búinn að klára sig alveg eftir ræpuveikindi, þá finnst mér bara eitthvað vanta í daginn. Kanski finnst sumum bara vont að kreista eitthvað út úr óæðri endanum. Ég kann ágætlega við það, nema þegar ég er búinn að borða chilli kjúkling, þá brynni ég músum og kjökra af sársauka.
Merkilegt líka hvað fólk getur verið feimið með það að láta heirast "blúbbs". Mér finnst nú bara gott að fá smá skvettu á bossann....he he =)