þriðjudagur, september 09, 2003

Ruslpóstur?

RuslpósturRe: Approved, Re: Thank you, ... margir búnir að vera í veseni með póstinn sinn þessa dagana sökum póstvírusa sem hrella netverja í enn meira mæli en áður. Líklegast mun ástandið ekki batna því það koma bara nýjir vírusar og menn halda áfram að berjast þessari baráttu. Ég verð nú reyndar lítið fyrir þessu, fæ jú kanski 10 bréf á dag sem komast í gegnum sjálfvirku vírusvörnina í Mail sem gerir ágætis starf að flokka póstinn fyrir mig. Hef ekki enn lent í því að annað en rusl sé sett í ruslið hjá mér. Það er víst ágætt að vera í minnuhluta stundum. Ef makkinn væri ráðandi í dag þá væru menn ábyggilega að skrifa vírusa fyrir hann. Kanski ekki jafn ötulir að blóta yfirmann fyrirtækisins eins og menn gera við M$, en ábyggilega duglegir. Hvað sem því líður óska ég PC notendum góðs gengis í framtíðarbaráttu við vélarnar sínar :)

Engin ummæli: