mánudagur, september 22, 2003

Minnihluta neytandahópur

Ég er farinn að halda að ég sé í minnihluta í neytendasamfélaginu. Lúðulýsi hefur verið tekið af markaðnum, að mínu mati vegna þess að það var of hagstætt f. neytendur, og framleiðandi græddi líklega mun minna á því heldur en þorsalýsi. Þegar ég ætlaði svo að kaupa mér gult Extra jórturleður í dag þá hefur framleiðslu á því verið hætt, að mér skyldist í sjoppinni hérna við hliðina. Annað hvort er ég í minnihluta sem verið er að þarma að, eða þá að einhver er að herja á mig með afmáun neisluvara minna.

Engin ummæli: