föstudagur, september 05, 2003

Umferðarmenning

Alltaf ánægjulegt að dóla á 30KM hraða á Reykjavíkurveginum með öllum hinum fíflunum. Umferðarmenning höfuðborgarsvæðisins er afskalega leiðinleg og reyni ég þess vegna að leggja af stað snemma á morgnanna, en það hentar Bínu ekki þannig að ég er virkur þáttakandi í þrotlausri tilraun morgunhana í umferðinni að gera lenstu bílaröð á Íslandi. Við berjumst á hverjum morgni við að troða bílunum okkar eins þétt og við getum, á ferð, og ef hægt er að torða sér framan við annan á leiðinni er það bara plús.
Skárra verður þó þegar að rökkva fer og morgunumferðarstríðið verður háð að næturlagi. Það er miklu þægilega að þokast áfram í endalausri lengju af rauðum ljósum. Þá einhvernveginn virðist þetta vera enn tilganslausara en áður og meiri rómó fíling yfir öllu.
En allt er þetta spurning um að vera sem stystan tíma í vinnuna. Þeim mun seinna sem mögulegt er að leggja af stað, en mæta samt á réttum tíma, þeim mun fleiri stig fær maður, og aukastig fyrir að ná að troðast fyrir framan bíla og skilja þá eftir á rauðu ljósi =)

Engin ummæli: