fimmtudagur, september 11, 2003

Komin með íbúðina

HúsFengum íbúðina í gær frá leigjandanum. Nú er loksins hægt að hefjast handa við að taka hana í gegn. Nóg er að gera og verðum ábyggilega a.m.k. 2 vikur að þessu. Byrjað verður á að rífa af veggjum á baði, stofu og svefnherbergi. Það verður svoldið verk í stofunni og herberginu. Síðan þarf að ná dúknum af eldhúsgólfinu og brjóta niður vegg milli eldhúss og stofunnar. Eftir það verður hægt að fara í parket- og flísalagningu. Enn þetta er a.m.k. hafið og verður líklegast allt sem maður gerir næstu daga!

Engin ummæli: