miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Konudagurinn

Við feðgar fórum út í verlunarferð á konudagsmorgun. Fyrst var keypt bakkelsi fyrir hádegið og rauð rós. Síðan varu keyptar svínalundir fyrir kvöldið og leigðum spólur þannig að dagurinn var nokkuð planaður. Bína var hæstánægð með kallana sína þegar við komum loksins heim, en það tók nú sinn tíma að safna öllu saman. Um kvöldið voru svo lundirnar grillaðar og horft á imbann í mestu makindum, með grillaða banana og ís í eftirrétt. Í dag var svo áframhald af konudeginum, en þegar við versluðum rósina fengum við tilboð á A.Hansen út að borða, þannig að við skelltum okkur þangað í kvöld. Heilmikill matur og nú er rétt næg orka til að liggja og melta...

föstudagur, febrúar 04, 2005

Fjölskyldubíllinn

Loksins varð af því að við fengum okkur nýjan bíl. Okkur er búið að dreyma um að versla einn Renault Scenic í meira en ár. Á miðvikudaginn fórum við í B&L í þeim erindagjörðum að versla nýja afturþurrku á Clio-inn gamla. Daginn eftir ókum við af planinu á 2003 árgerð af Renault Scenic. Það var bara einfaldara að drífa í því að fá sér þennan bíl, þ.s. það var nú dagskrá að gera það fyrir sumarið. Við erum rosalega ánægð með gripinn og ekki spurning að næsti bíll verður sama týpa, bara nýrri árgerð =)