miðvikudagur, október 28, 2009
Hirtu vel fengið fé
Ekki amarlegt að fá endurgreitt tíunda hluta námslánaskuldarinnar við uppgreiðslu á láninu, þökk sé grein 7.2.3. í Úhlutunarreglum LÍN. Það mættu nú fleiri lán vera með svona ákvæði ;)
sunnudagur, október 25, 2009
Þeim dugir ekki dagr, sem drekka fram á nótt
Kóngulærnar rokkuðu sokkana af sveittum skemmtanafíklum um helgina. Það tekur svoldið á að spila langt fram undir morgun tvö kvöld í röð en alltaf gaman að gera eitthvað með góðum vinum. Sérstaklega skemmtilegt þegar fullt er af fólki og allir sveittir af dans & drykkju (og þar á meðal við).
Verst er þó að maður hittir fjölskylduna takmarkað yfir helgina þ.s. maður sefur á meðan þau vaka. Sunnudagskvöld eru óneytanlega ánægjuleg þegar maður getur skriðið í rúmmið á skikkanlegum tíma, þótt ég fari nú reyndar aldrei eins snemma og ég ætla mér...en jæja, þessi dagur er að verða liðinn og árið líka...alltaf nóg að gera og aldrei tekst manni að gera allt sem mann langar/ætlar.
Verst er þó að maður hittir fjölskylduna takmarkað yfir helgina þ.s. maður sefur á meðan þau vaka. Sunnudagskvöld eru óneytanlega ánægjuleg þegar maður getur skriðið í rúmmið á skikkanlegum tíma, þótt ég fari nú reyndar aldrei eins snemma og ég ætla mér...en jæja, þessi dagur er að verða liðinn og árið líka...alltaf nóg að gera og aldrei tekst manni að gera allt sem mann langar/ætlar.
miðvikudagur, október 21, 2009
Sæll nafni, svo erum við jafnir
Einn daginn kom víkingur á leikskólann og eftir það tilkynnti Bjartur mér að spergilkál héti í raun víkingatré. Eftir það var mesta kapp við að éta það við hvaða tækifæri sem var.
Auðveld markaðsetning til að koma grænmetinu ofan í krakkana. Ekki langar mig að borða eitthvað sem heitir jafn viðbjóðslegu nafni og spergilkál, en víkingatré hljómar sem lostæti og ég myndi alveg leggja mig í líma við að troða því í mig ;)
Auðveld markaðsetning til að koma grænmetinu ofan í krakkana. Ekki langar mig að borða eitthvað sem heitir jafn viðbjóðslegu nafni og spergilkál, en víkingatré hljómar sem lostæti og ég myndi alveg leggja mig í líma við að troða því í mig ;)
Stjörnurnar gefa ljós, ef ei er uppi sól
Sunna sæta sól 3ja ára í dag og merkilegt að hún er ekki eldri því stundum finnst mér hún eitthvað svo fullorðin. Þessi litla skvísa sem vekur eftirtekt hvar sem hún fer og stundum alveg merkilegt hvað fólk er hrifið af henni án þess að hún sé eitthvað að bjóða sig. Hún virðist hafa eitthvað aðdráttarafl stelpan sem passar ágætlega við hversu félagslind hún er, og hefur reyndar alltaf verið. Kannski ekkert skrítið þar sem hún á stóran bróður og byrjaði á leikskóla áður en hún varð eins árs. Kannski er það bara ég en hún hefur alltaf virkað afskaplega opin á mig og einhvernvegin sé ég hana alltaf fyrir að baða sig í sviðsljósinu í framtíðinni ;)
En dagurinn byrjaði snemma og búið að vera nóg að gera í allan dag. Þegar eftirrétturinn var að verða búinn vildi litla skvísan fá að fara í rúmmið og lúlla, alveg uppgefin eftir langan og skemmtilegan dag.
En dagurinn byrjaði snemma og búið að vera nóg að gera í allan dag. Þegar eftirrétturinn var að verða búinn vildi litla skvísan fá að fara í rúmmið og lúlla, alveg uppgefin eftir langan og skemmtilegan dag.
þriðjudagur, október 20, 2009
Gömlum við gleym ei fyrir nýjan
Eftir mikla leit/bið var loksins hægt að ráðst í endurnýjun á sófanum í holinu. Forsemda þeirra kaupa var uppgreiðsla skulda við lánasjóðinn og gat ég ekki annað en haldið gefnu loforði mínu um sófakaup í kjölfar skuldaferslisins og gekk því í málið af fullri alvöru.
Við vorum búin að skoða notaðan sófa sem var ekki alveg fullkominn þótt hann hafi nú haft útlitið með sér. Rak svo augun í hornsófa í balðinu sem ákveðið var að kanna nánar og gera fjölskylduferð úr rannsókninni. Krakkarnir voru með í för og höfðu merkilega gaman af innliti í húsgagnaverslunina. Bjartur hljóp út um allt að skoða og pæla á meðan Sunna klæddi sig úr útifötunum/skónum, hafði komið auga á barnabækur sem hún rogaðist með uppí einn tungusófann og byrjaði að lesa eins og hún ætti heima þarna í miðri húsgagnaversluninni og væri hluti af uppstillingunni.
Allir gáfu blessun sína og ákveðið var að skipta út gamla góða horn/svefnsófanum sem er búinn að þjóna okkur dyggilega síðustu ár. Hann var líka farinn að láta sjá á og ber þess greinlega merki að hafa verið vel notaður af þreyttum foreldrum og hoppandi/teiknandi krökkum.
Í gær kvaddi ég gamla með sófalegu og framtíðarhasarmynd, þær eru ófáar SciFi-myndirnar sem maður hefur séð og klikka sjaldnast fyrir nördinn ;)
Bjartur fékk tilkynnt þegar hann kom heim í dag að hann mætti kveðja sófann en það fór nú ekkert sérstaklega vel í hann og opnuðust flóðgáttirnar um leið. Þegar hann náði sér ákvað hann að flytja niðrí geymslu, líklega einhver mótmælaaðgerð til að lýsa yfir óánægju með að fjarlægja gamla sófann. Þannig að hann útbjó sér rúm niðri geymslu með því að hreinsa út úr einum hluta hillusamstæðunnar þannig að hann gat komið sér fyrir þar og einnig útbjó hann stað fyrir Binna til að sofa á en lítið var nú af því að hann færi að sofa niðri eftir að vera búinn að vera að springa úr solti með geymslulyklana og sýna öllum krökkum í blokkinni nýja pleis-ið sitt.
Valgeir bjargaði mér með flutning og burð á sófanum sem okkur rétt tókst að þvinga upp stigaganginn og reddaði hann alveg burðinum enda mikill maður vexti og fer létt með "lítinn" sófa milli fingranna.
Þegar krakkarnir voru sofnaðir duttum við í sófann og létum fara vel um okkur yfir sjónvarpinu og kjaftagangi þar til tími var kominn að fara að hátta...ekki gekk nú jafn auðveldlega að "detta" uppúr sófanaum en það hafðist á endanum.
Við vorum búin að skoða notaðan sófa sem var ekki alveg fullkominn þótt hann hafi nú haft útlitið með sér. Rak svo augun í hornsófa í balðinu sem ákveðið var að kanna nánar og gera fjölskylduferð úr rannsókninni. Krakkarnir voru með í för og höfðu merkilega gaman af innliti í húsgagnaverslunina. Bjartur hljóp út um allt að skoða og pæla á meðan Sunna klæddi sig úr útifötunum/skónum, hafði komið auga á barnabækur sem hún rogaðist með uppí einn tungusófann og byrjaði að lesa eins og hún ætti heima þarna í miðri húsgagnaversluninni og væri hluti af uppstillingunni.
Allir gáfu blessun sína og ákveðið var að skipta út gamla góða horn/svefnsófanum sem er búinn að þjóna okkur dyggilega síðustu ár. Hann var líka farinn að láta sjá á og ber þess greinlega merki að hafa verið vel notaður af þreyttum foreldrum og hoppandi/teiknandi krökkum.
Í gær kvaddi ég gamla með sófalegu og framtíðarhasarmynd, þær eru ófáar SciFi-myndirnar sem maður hefur séð og klikka sjaldnast fyrir nördinn ;)
Bjartur fékk tilkynnt þegar hann kom heim í dag að hann mætti kveðja sófann en það fór nú ekkert sérstaklega vel í hann og opnuðust flóðgáttirnar um leið. Þegar hann náði sér ákvað hann að flytja niðrí geymslu, líklega einhver mótmælaaðgerð til að lýsa yfir óánægju með að fjarlægja gamla sófann. Þannig að hann útbjó sér rúm niðri geymslu með því að hreinsa út úr einum hluta hillusamstæðunnar þannig að hann gat komið sér fyrir þar og einnig útbjó hann stað fyrir Binna til að sofa á en lítið var nú af því að hann færi að sofa niðri eftir að vera búinn að vera að springa úr solti með geymslulyklana og sýna öllum krökkum í blokkinni nýja pleis-ið sitt.
Valgeir bjargaði mér með flutning og burð á sófanum sem okkur rétt tókst að þvinga upp stigaganginn og reddaði hann alveg burðinum enda mikill maður vexti og fer létt með "lítinn" sófa milli fingranna.
Þegar krakkarnir voru sofnaðir duttum við í sófann og létum fara vel um okkur yfir sjónvarpinu og kjaftagangi þar til tími var kominn að fara að hátta...ekki gekk nú jafn auðveldlega að "detta" uppúr sófanaum en það hafðist á endanum.
föstudagur, október 16, 2009
Dagatal Leikskólans 2009-2010
Google calendar er dagatal á netinu sem ég nota gríðarlega mikið og hef beinan aðgang að því úr póstinum sem og að ég nýti það mikið til ámynninga með SMS sendingum.
Minntist á það fyrir stuttu að ég væri kominn í foreldrafélagið á Víðivöllum og ákvað að byrja að nýta tæknina. Það er til dagatal yfir viðburði og merkisdaga hjá leikskólanum en ég hef aldrei getað munað þetta almennilega. Þannig að ég ákvað að skella þeim inní nýtt dagatal sem ég birti hér og einnig eru hlekkir fyrir neðan til að lesa dagatalið inn:
Opna stórt í vafra. Tegnja með iCal. Tengja með XML.
Á nú ekki von á að margir nýti sér þetta þannig að ég ætla ekki að fara útí hvenrig á að lesa dagatalið inní hin ýmsu forrit en skil það eftir sem æfingu hana áhugasömum ;)
Minntist á það fyrir stuttu að ég væri kominn í foreldrafélagið á Víðivöllum og ákvað að byrja að nýta tæknina. Það er til dagatal yfir viðburði og merkisdaga hjá leikskólanum en ég hef aldrei getað munað þetta almennilega. Þannig að ég ákvað að skella þeim inní nýtt dagatal sem ég birti hér og einnig eru hlekkir fyrir neðan til að lesa dagatalið inn:
Opna stórt í vafra. Tegnja með iCal. Tengja með XML.
Á nú ekki von á að margir nýti sér þetta þannig að ég ætla ekki að fara útí hvenrig á að lesa dagatalið inní hin ýmsu forrit en skil það eftir sem æfingu hana áhugasömum ;)
fimmtudagur, október 15, 2009
Gamlar skuldir ryðga ei
Ég vil þakka öllum viðbótarlífeyrissparnaðnum mínum fyrir að hafa losað mig undan skuldum við LÍN...
...ætla að skála fyrir honum í kvöld eftir bandýæfingu =)
...ætla að skála fyrir honum í kvöld eftir bandýæfingu =)
sunnudagur, október 11, 2009
Góðr dagr kemr aldrei ofsnemma
Fyrir ári síðan mætti Dagný á svæðið...það er samt eins og hún hafi alltaf verið hérna. Hún er yndisleg eins og systkini sín og var haldið uppá afmælið í dag og var því slegið saman við 3ja ára afmæli Sunnu sem er innan skamms.
Annars gekk afmælisveislan merkilega vel miðað við að ég var að spila föstudags- og laugardagsnóttina með kóngulónum, en við fengum góða hjálp við veisluhöldin og Bína var með þetta allt vel skipulagt ;)
fimmtudagur, október 08, 2009
Barnamæðr skaltu þér beztar velja
Ég hef lengi dáðst að því starfi sem unnið er á leikskólanum hjá krökkunum, sem ætti nú kannski ekki að koma að óvart því hann er forystuskóli og reynslan þar er gríðarleg.
Ég hef verið svo afskaplega ánægður með leikskólann og allt sem við kemur starfinu að ég hef oft hugsað hvernig ég gæti launað það til baka. Þannig að þegar auglýst var eftir foreldrum í foreldrafélagið varð ég að slá til. Þannig að á þessu skólaári verður öll fjölskyldan hluti af skólanum. Bjartur & Sunna á Bangsadeild, Dagný byrjar á Ungadeild eftir áramót og þá mætir Bína einnig aftur til starfa á Kanínudeild.
Að öllu óbreyttu verð ég enn að sækja krakka á þennan yndislega leikskóla eftir 5 ár ;)
Í dag fór ég á kynning á niðurstöðum könnunar varðandi uppeldis- og menntastarf, samskipti, upplýsingamiðlun o.fl. sem lögð var fyrir foreldra leikskólabarna í Hafnarfirði. Þar var afskaplega gaman að sjá hvað er verið að passa uppá leikskólastarfið þannig að bærinn heldur vel utan um skólana og reynir að fá álit foreldra til að bæta starfið. Mikið og gott starf virðist vera í gangi og gaman að taka þátt í að byggja það enn frekar upp í bænum.
Ég hef verið svo afskaplega ánægður með leikskólann og allt sem við kemur starfinu að ég hef oft hugsað hvernig ég gæti launað það til baka. Þannig að þegar auglýst var eftir foreldrum í foreldrafélagið varð ég að slá til. Þannig að á þessu skólaári verður öll fjölskyldan hluti af skólanum. Bjartur & Sunna á Bangsadeild, Dagný byrjar á Ungadeild eftir áramót og þá mætir Bína einnig aftur til starfa á Kanínudeild.
Að öllu óbreyttu verð ég enn að sækja krakka á þennan yndislega leikskóla eftir 5 ár ;)
Í dag fór ég á kynning á niðurstöðum könnunar varðandi uppeldis- og menntastarf, samskipti, upplýsingamiðlun o.fl. sem lögð var fyrir foreldra leikskólabarna í Hafnarfirði. Þar var afskaplega gaman að sjá hvað er verið að passa uppá leikskólastarfið þannig að bærinn heldur vel utan um skólana og reynir að fá álit foreldra til að bæta starfið. Mikið og gott starf virðist vera í gangi og gaman að taka þátt í að byggja það enn frekar upp í bænum.
miðvikudagur, október 07, 2009
Matarást hefi eg mest á þér
laugardagur, október 03, 2009
Góðr dagr kemr aldrei ofsnemma
Árshátíð vinnunar var haldin á Hótel Heklu í dag. Böddi&Bekka komu uppúr hádegi og voru með gríslíngana yfir nótt. Við brunuðum bara tvö uppá hótel og nutum þess að vera alveg laus við að hugsa litlu rah'götin okkar. Þannig að þegar við mættum var farið beint undir sæng og tekin góð kría.
Skriðum á fætur í tæka tíð til að hafa okkur til og í leiðinni var byrjað að hita upp fyrir kvöldið.
Árshátíðin var hin mesta/besta skemmtun, enda ekki við öðru að búast af öllu frábæra fólkinu sem vinnur hjá Umferðarstofu. Við vorum komin í góðar gír á dansgólfinu hjá DJ Dolly en vorum samt með fyrsta fólkinu til að skríða aftur undir sæng. Rétt tókst að ná morgunmat og svo var brunað aftur í bæinn að hitta krílin.
Yndislegt að fá svona einn dag til að slappa af, sofa og þurfa ekki að gefa neinum að borða, skeina eða leika =)
Skriðum á fætur í tæka tíð til að hafa okkur til og í leiðinni var byrjað að hita upp fyrir kvöldið.
Árshátíðin var hin mesta/besta skemmtun, enda ekki við öðru að búast af öllu frábæra fólkinu sem vinnur hjá Umferðarstofu. Við vorum komin í góðar gír á dansgólfinu hjá DJ Dolly en vorum samt með fyrsta fólkinu til að skríða aftur undir sæng. Rétt tókst að ná morgunmat og svo var brunað aftur í bæinn að hitta krílin.
Yndislegt að fá svona einn dag til að slappa af, sofa og þurfa ekki að gefa neinum að borða, skeina eða leika =)
fimmtudagur, október 01, 2009
Lítið gott skal hátt hreykja
Þá er farið að hausta og ekki seinna vænna að koma ferðaboxinu ofan af bílnum. Atli á skilið miklar þakkir fyrir að hafa lánað okkur boxið yfir sumarið og hefur það nýst vel á ferðum. Væri nú alveg til í að eiga eitt svona en læt mig líka dreym um það að eignast fyrst bílskúr til að geyma það í yfir vetrartímann ;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)