sunnudagur, október 11, 2009

Góðr dagr kemr aldrei ofsnemma


Fyrir ári síðan mætti Dagný á svæðið...það er samt eins og hún hafi alltaf verið hérna. Hún er yndisleg eins og systkini sín og var haldið uppá afmælið í dag og var því slegið saman við 3ja ára afmæli Sunnu sem er innan skamms.

Annars gekk afmælisveislan merkilega vel miðað við að ég var að spila föstudags- og laugardagsnóttina með kóngulónum, en við fengum góða hjálp við veisluhöldin og Bína var með þetta allt vel skipulagt ;)

2 ummæli:

harpa sagði...

þú átt svo falleg börn logi - ertu nokkur hættur að framleiða?

Til hamingju með foreldrafélagsaðildina ;) Þetta hefði þig eflaust ekki grunað fyrir 10 árum -haha!!

kærar kveðjur frá okkur "útlendingunum"

Logi Helgu sagði...

Ég held að þetta sé bara fínt, amk er ég góður ;)