laugardagur, október 03, 2009

Góðr dagr kemr aldrei ofsnemma

Árshátíð vinnunar var haldin á Hótel Heklu í dag. Böddi&Bekka komu uppúr hádegi og voru með gríslíngana yfir nótt. Við brunuðum bara tvö uppá hótel og nutum þess að vera alveg laus við að hugsa litlu rah'götin okkar. Þannig að þegar við mættum var farið beint undir sæng og tekin góð kría.
Skriðum á fætur í tæka tíð til að hafa okkur til og í leiðinni var byrjað að hita upp fyrir kvöldið.
Árshátíðin var hin mesta/besta skemmtun, enda ekki við öðru að búast af öllu frábæra fólkinu sem vinnur hjá Umferðarstofu. Við vorum komin í góðar gír á dansgólfinu hjá DJ Dolly en vorum samt með fyrsta fólkinu til að skríða aftur undir sæng. Rétt tókst að ná morgunmat og svo var brunað aftur í bæinn að hitta krílin.
Yndislegt að fá svona einn dag til að slappa af, sofa og þurfa ekki að gefa neinum að borða, skeina eða leika =)

Engin ummæli: