sunnudagur, október 25, 2009

Þeim dugir ekki dagr, sem drekka fram á nótt

Kóngulærnar rokkuðu sokkana af sveittum skemmtanafíklum um helgina. Það tekur svoldið á að spila langt fram undir morgun tvö kvöld í röð en alltaf gaman að gera eitthvað með góðum vinum. Sérstaklega skemmtilegt þegar fullt er af fólki og allir sveittir af dans & drykkju (og þar á meðal við).
Verst er þó að maður hittir fjölskylduna takmarkað yfir helgina þ.s. maður sefur á meðan þau vaka. Sunnudagskvöld eru óneytanlega ánægjuleg þegar maður getur skriðið í rúmmið á skikkanlegum tíma, þótt ég fari nú reyndar aldrei eins snemma og ég ætla mér...en jæja, þessi dagur er að verða liðinn og árið líka...alltaf nóg að gera og aldrei tekst manni að gera allt sem mann langar/ætlar.

Engin ummæli: