mánudagur, febrúar 23, 2004
Bolludagurinn mikli
Nú er það heldur betur bollurdagur. Kjötbollur í hádeginu, og síðan rjómabollur í kaffinu. Fór snemma heim til að komast í bollukaffi hjá henni Bínu minni sem var svo duglega að baka og síðan förum við í bollukaffi til Hörpu&Guðjóns í kvöld/seinnipartinn. Það er sko ekki spurning hver verður bolla eftir þennan dag =)
miðvikudagur, febrúar 18, 2004
Busy maður
Rosalega er mikið að gera hjá mér, ég virðist bara aldrei skrifa neitt hérna. En er nú kanski að skirfa annars staðar á síðuna heldur en á forsíðuna. Það er nóg af drasli sem haldið er utan um hérna og þá aðallega fyrir mig.
En það er búið að gera mest lítið undanfarið, nema að vera heimakær :)
Hef nú samt kíkt á tónlistaræfingu, og spilað Catan og dunað mér við að gera nýja síðu fyrir Atómstöðina, en það vantar bara meiri tíma í sólahringinn. Merkilegt hvað maður er orðinn "gamall"...eða kanski fullorðinn, í þeirri merkingu að ábyrgðin er meiri og framkvæmdagleðin er ekki jafn ofarlega í forgangsröðinni. Það er svona meiri "vera til" fílingur í manni heldur en á tvítugu, þá varð maður alltaf að gera eitthvað, eða verða þunglyndur yfir því að gera ekki neitt....best að hætta þessu.
En það er búið að gera mest lítið undanfarið, nema að vera heimakær :)
Hef nú samt kíkt á tónlistaræfingu, og spilað Catan og dunað mér við að gera nýja síðu fyrir Atómstöðina, en það vantar bara meiri tíma í sólahringinn. Merkilegt hvað maður er orðinn "gamall"...eða kanski fullorðinn, í þeirri merkingu að ábyrgðin er meiri og framkvæmdagleðin er ekki jafn ofarlega í forgangsröðinni. Það er svona meiri "vera til" fílingur í manni heldur en á tvítugu, þá varð maður alltaf að gera eitthvað, eða verða þunglyndur yfir því að gera ekki neitt....best að hætta þessu.
miðvikudagur, febrúar 04, 2004
Lygalega góð mynd
Skelltum okkur í bíó í kvöld, fórum á nýju Tim Burton myndina Big Fish, sem má með sanni segja að er lygalega góð mynd, enda ekki við öðru að búast frá Tim. Hlakka ég einnig mikið til að sjá næstu mynd hans sem mig hefur lengi langað að sjá kvikmyndaða og ég held að enginn gæti gert það betur en Tim. Verst að hann hafi ekki gert Hringadrottinssögu, þá hefði hún líklega verið fullkominn, en það er þó spurning hvort að Tim sé ekki aðeins dimmri heldur en sú saga. Reyndar var hún fulllöng, hátt í 3 tímar, og það er svona það hámark sem ég þoli við í bíósal :)
þriðjudagur, febrúar 03, 2004
Heima-BÍÓ
Lilja&Tóti(&Svala) voru að fá sér tjald og myndvarpa og það er frábært. Heima-BÍÓ smeimabíó segi ég nú bara yfir öðru en að hafa myndvarpa. Þetta var frábært, það er bara 10 sinnum skemmtilegra að hafa svona heima í stofu hjá sér heldur en sjónvarpstæki. Þetta verður einhverntíman að veruleika hjá okkur( mér =) ) þar sem ég er svoldill tæknidellukall og einnig var það eina vænting mín til ársins 2000 að myndvarpar tækju við af hefðbundnum sjónvörpum. En það hefur ekki enn gerst, og þessar græjur eru aðeins og dýrar fyrir mig í dag :( en einn daginn, þegar ég verð ríkur....bwahahahaha
Óduglegur >:
Það er bara allt of mikið að gera hjá manni til að maður lesi eitthvað. Á að vera að lesa Agile Database bók f. bókaklúbbinn í vinnunni en er ekki búinn með nema 2 kafla. Ástæðurnar eru ýmsar, er að reyna að redda PC vél sem er alveg dauð, þéttar kringum örgjörvan fóru (festir mann enn betur í trúnni að vera makkamaður...eða bara kaupa almennilegar vélar, ef $ er til), þannig að það verður að kaupa nýja vél og er að leita að einhverju ódýru. Síðan hefur Shape ákveðið að kíkja í smá spilerí við tækifæri. Hittumst í gærkvöldi og það var merkilegt hvað það gekk vel, meira að segja ég mundi lögin og það er nú til nýbrygða. Síðan eru búnar að vera reddingar með lífeyissjóðsmál og fl. fjármálatengt sem ég hef engan áhuga á en er eitthvað sem maður verður víst að "vesenst" í öðru hverju...þannig að í kvöld horfði ég á All Star Survivor :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)