þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Heima-BÍÓ

Lilja&Tóti(&Svala) voru að fá sér tjald og myndvarpa og það er frábært. Heima-BÍÓ smeimabíó segi ég nú bara yfir öðru en að hafa myndvarpa. Þetta var frábært, það er bara 10 sinnum skemmtilegra að hafa svona heima í stofu hjá sér heldur en sjónvarpstæki. Þetta verður einhverntíman að veruleika hjá okkur( mér =) ) þar sem ég er svoldill tæknidellukall og einnig var það eina vænting mín til ársins 2000 að myndvarpar tækju við af hefðbundnum sjónvörpum. En það hefur ekki enn gerst, og þessar græjur eru aðeins og dýrar fyrir mig í dag :( en einn daginn, þegar ég verð ríkur....bwahahahaha

Engin ummæli: