miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Busy maður

Rosalega er mikið að gera hjá mér, ég virðist bara aldrei skrifa neitt hérna. En er nú kanski að skirfa annars staðar á síðuna heldur en á forsíðuna. Það er nóg af drasli sem haldið er utan um hérna og þá aðallega fyrir mig.
En það er búið að gera mest lítið undanfarið, nema að vera heimakær :)
Hef nú samt kíkt á tónlistaræfingu, og spilað Catan og dunað mér við að gera nýja síðu fyrir Atómstöðina, en það vantar bara meiri tíma í sólahringinn. Merkilegt hvað maður er orðinn "gamall"...eða kanski fullorðinn, í þeirri merkingu að ábyrgðin er meiri og framkvæmdagleðin er ekki jafn ofarlega í forgangsröðinni. Það er svona meiri "vera til" fílingur í manni heldur en á tvítugu, þá varð maður alltaf að gera eitthvað, eða verða þunglyndur yfir því að gera ekki neitt....best að hætta þessu.

Engin ummæli: