miðvikudagur, desember 25, 2002

Þá er maður kominn austur, kom reynar 22.des. Gaman að sjá Dag og fjölskyldu, enda hef ég nánast ekkert séð þau í ár. Enginn snjór :(, skil ekki til hvers að halda uppá jól þegar það er enginn snjór...segi nú bara svona, það vantar samt tilfinnanlega eitthvað...og ekki bara snjóinn því ég er einn hérna og vantar líka Bínu. Annars er þetta rosalega gott líf, fínt ef allt fólk sem maður þekkti væri hérna, hópflutningar út á land :) nei ætli það geist nokkuð á næstunni, jæja, nenni ekki að vera að leika mér í gegnum módem :)

mánudagur, desember 23, 2002

Möndlugrauturinn

Ris ala mande er hluti af jólunum hjá mér. Síðustu ár hef ég alltaf skellt í graut fyrir um 20 manns á Þorláksmessu. Þá koma jafnvel ættingjar og fá graut og sækja pakkana sína. Það hefur hentað vel síðustu ár með lítil börn og síðan eru oft veikindi á þessum tíma og fínt að þurfa ekki að vera í útkeyrslu.
En á hverju ári þarf ég alltaf að leita að uppskriftinni. Ég finn hana nú alltaf í póstinum hjá mér og á uppskriftavef Huga en það er jafnvel fínt að hafa þetta hérna.

Fyrir c.a. 10:
 • 210 gr. grautargrjón( eða hrísgrjón)
 • 1,25 dl. vatn
 • 3,2 l. mjólk
 • 2.5 matskeið sykur
 • 7.5 tsk. vanillusykur
 • 125 gr. hakkaðar möndlur
 • 5 dl. þeyttur rjómi

Aðferð
 1. Setjið grjónin í pott og bleytið í þeim með vatninu
 2. Sjóðið og bætið mjólk útí eftir þörfum
 3. Kælið grautinn
 4. Blandið hökkuðu möndlunum, sykri, vanillusykri og þeytta rjómanum út í (smakkist til)

fimmtudagur, desember 19, 2002

Jibbí...ný tölva, þetta tók sinn tíma, en því miður ekki nýtt heimili fyrir hana...og okkur, a.m.k. lítur það ekki út fyrir það. Gerðum tilboð í gær í fína íbúð í HFN, en ég er svo tekjulítill á meðan ég er í námi að við fengum ekki greiðslumatið í gegn. En vonandi finnum við einhverja góða síðar þegar við förum í íbúðaleit í sumar...þegar maður verður kominn með vinnu til að komast í gegnum þetta @$$ kerfi.
Náði minn ekki bara kúrsinum sem ég mætti í uppá grín, það er nú ekki slæmt að mæta bara í próf og ná =)

mánudagur, desember 16, 2002

Tölvulaus í viku, damn, jæja, það kvarta ekki allir, Bína hefur a.m.k. meiri aðgang að mér heldur en áður :)
Einhver próf búin, og ætli maður mæti ekki í próf á morgun sem ég gleymdi að skrá mig úr...á líklegast ekki eftir að ná þ.s. ég hef ekkert lært undir það, eða í vetur, en það er nú bara gaman :)
Jólagjafakaupin alveg að verða búin...sem og fjármunir mínir, sé framá að eiga ekki krónu eftir áramót þannig að það verður athyglisvert að sjá hvernig það verður, Bína verður bara að vinna fyrir heimilinu :)
Eftir viku verður maður kominn einn heim á Seyðó, það verður nú gaman að sjá fólkið aftur, aðalega Dag og co. en ég sá þau síðast seinustu jól =)

þriðjudagur, desember 10, 2002

Fínasti afmælisdagur í gær. Fékk peysu frá Bínu, sem var reyndar aðeins of lítil þannig að við gerðum okkur ferð og skipum í stærri :), nýja Pearl Jam frá móður minni og trefil frá tengdó. Síðan fékk maður mat í HFN þannig að maður slapp við að elda, og pottur á eftir, það var rosalega gott :) held að við höfum seinast farið í pottinn í sumar þegar við komum heim um verslunarmannahelgina.
Nú á maður að vera að læra undir próf, en er svona að fara yfir efnið í rólegheitum, enda 3 tímar til prófs, er bara að slaka á og skoða netið í leiðinni.
Ætlaði að fá nýja vél í gær, þannig að ég seldi mína, en vitir menn, sendingin er ekki enn búin að skila sér í hús, það verður samt munur að vera kominn með nýtt viðhald með brennara, það á eftir að auðvelda ýmislegt :) en ég er bara tölvulaus þangað til :( sem er allt í lagi svo sem, verst að ég þyrfti að klára smá mix á lögunum okkar, en það verður bara að bíða...einnig slæmt að komast ekki í grafíkina sem á að fara að prenta út =)

laugardagur, desember 07, 2002

Lénin eru að skila sér, logihelgu.com komið, en swank.is vísar reynar bara á síðuna mína ekki swank síðuna, en það hlýtur að koma með betri tíð...talandi um tíð þá virðist nú bara allt vera að versna í landinu, alltaf verið að segja fólki upp hér og þar og enginn hefur efni á að halda heilög jól því þetta er jú bara verslunarapparat, en maður er ekki enn orðinn almenningþegn og lifir enn á lánum :)
Siggi er að spila á Celtic í kvöld, hann er ekkert að láta mann vita :@, en ætli maður kíki ekki í smá bjór og hann í kvöld.
Jólaundirbúiningu ekkert sérstaklega kominn af stað, reyndar allar gjafir komnar nema handa Bínu, og það er nú ekkert auðvellt að finna eitthvað sem er nógu gott, en hlýt að finna á endananum. Þyrfti að huga að jólakortum...kanski maður hafi þau bara starfræn að stórum hluta í ár...nei það er nú frekar lame.

fimmtudagur, desember 05, 2002

Rigning, rigning, rigning...sérstaða RVK. Munnlegt próf á eftir þar sem ég á að kynna og svara spurningum úr viðskiptaáætlun minni um hugbúnað sem les upp skrifaðan texta í tölvu á íslensku, gaman að því. Vonandi fer maður og reddar lénum í dag, logihelgu.com og swank.is, kominn tími til að gera þetta og síðan er ég sorglega, grát grát, að segja skilið við vélina mína jafnvel í dag, en það er allt í lagi því ég er að fá mér eina stærri systur hennar :) bros út að eyrum, þótt ég eigi nú eftir að sakna þessarar elsku, æ litla viðhaldið mitt....og Logi missti sig

mánudagur, desember 02, 2002

Nei, nei, nei, er ekki bara kominn nýr mánuður. Það er nú heldur betur mikið að gera þegar maður hefur ekki tíma til að skrifa þessar fáu línur sem koma reglulega hjá manni. En Swank upptökurnar heldu áfram á fimmtu- og föstudag til 4 um nóttina, og gaman að segja frá þaí að þeim er að mestu lokið og hljóma bara mjög vel...svona eins vel og við hljómum he he...en ég er allavega að fíla þetta.
Síðan fór ég bandý á laugardaginn, var nú enn að jafna mig eftir veikindin en hélt þetta alveg út, ahh hvað það er gott að hreyfa sig, verst bara hvað ég var slappur og gat ekkert verið í neinum rystingum.
Síðan var okkur boðið með Bínu-family út á Pizza-Hut á laugardaginn og síðan á Halla og Ladda, alltaf í menningunni :), og þeir voru fínir í heildina, mjög góðir fyrir hlé, en síaðn var þetta svona rólegra eftir hlé. Síðan brunuðum við í HFN að skoða nýja stófann sem var verið að setja upp, og tókst okkur 3 fílelfdum karlmönnum að troða honum saman á endanum. Nú er Balli loksins sáttur við heimabíóið með gamla sófanum þar sem hann gat staðsett bassaboxið þannig að stellið í eldhússkápunum hinu megin við veggin hristist þegar hækkað er...og það er rosalega gott hljóð :) miklu betra en í bíó.
Jæja, nú er ég búinn að vera að læra...?...já maður tekur sig stundum til og gerir óútskýranlega hluti...

miðvikudagur, nóvember 27, 2002

Fór í íþróttir á mánudaginn og þar var einn sem var að ná sér uppúr veikindum. Kl. 8 um kvöldið var minn orðinn grænn í framan og kl. 11 var þessi líka heljarinnar ælusyrpa tekin. Svaf samt alla nóttina og allan þriðjudaginn, vaknaði ekki fyrr en 7 um kvöldið og þá var bara horft á TV enda var ég tæplega með rænu til að gera meira og ekki bætti hausverkurinn neinu góðu við. Bína líka orðin veik í dag, en ég virðist vera að skríða saman, verst er bara að allir þeir sem hafa verið veikir undanfarið hafa víst verið veikir í sólahring og svo slegið aftur niður stuttu seinna þannig að maður verður víst að vera rólegur næstu daga :@

mánudagur, nóvember 25, 2002

Fórum í bústað um helgina. Vorum 8 á föstudaginn og svo 13 í átta manna bústað. Það reddaðist nú allt og allir fengu rúm á endanum :) Allt var þetta hin fínasta ferð, mikil afslöppun, mikið borðað, mínigólf, heiti pottur, ísköld ógeðslega skítug sundlaug[sem auðvitað allir karlmenn þurfu að koma sér vel fyrir í :)], fínasta veður, Actionarý, engin PS2 :@, þannig að þetta var allt mjög gott.
Þegar við komum svo í bæinn í gær nenntum við ekki að elda og fórum á MacDonónal...ekki oft sem við förum þangað saman, en ætluðum bara að fá okkur franskar, sem breyttus auðvitað í aðeins meira. Fórum síðan í HFN að skoða teikningar að íbúðum í HFN sem við erum ekki alveg 100% ánægð með, enda voru þær tilbúnar snemma á næsta ári sem aðeins og snemmt fyrir innkaup. Til að fullkoma letina fórum við á Harry Potter 2 með Monsa, Ástu og Lilju. Fínasta mynd, þó ég hefði alveg viljað sleppa þessum ofur-væmnisendi :)

miðvikudagur, nóvember 20, 2002

Dreymdi að ég og Bína vorum á Seyðó, að fara að sofa f. utan húsið sem er fyrir neðan afleggjarann minn á Múlaveginum. Þar voru einhverjir spekúlantar og listamenn að ræða um eitthvað sem ég skildi enganveginn. Vaknaði um morguninn við mannaferðir og síðan var komin snjókoma, þá var komið þak yfir okkur. Pabbi var svo að tala um að hann hefði aldrei séð annað eins og þá fórum við á fætur. Þegar út var komið mátti sjá, engan snjó, lengst uppí himingeiminn, hvar reikistjörnur og plánetur þurstu um. Síðan fór sólin bakvið fjöllin en í rökkrinu var heilmikið að sjá, undarleg ljós, gerfihnetti og fleira. Gerfihnöttur virtist vera að lenda á þakinu en þá var það aðeins plastmódel. Svo virtist sem allir hlutir í gufuhvofi jarðar, og fleiri, væru að dragast að jörðinni og ég tók eftir að heljarinnar turn, ekki ósviðpaður Effelturninum, var að lenda í firðinum. Virtist sem vísindamenn í bandaríkjunum hefðu verið að reyna að afpóla jörðina, eða laga ózonlagið, sem varð til þess að allt fór til fjandans. Þá var bara að bíða og sjá hvort eitthvað lenti á manni?

mánudagur, nóvember 18, 2002

Matur í HFN, massanautakjötsbiti, mmmm kjöt, þarf að fara að setja vídeóið af mér um daginn dásama kjöti á netið, það er helvíti gott, bjór og simpsons :)

sunnudagur, nóvember 17, 2002

Vá, ég var nú bara skíthræddur við Bínu í kvöld...eða núna í nótt, hún var sofnuð og ég var í tölvunni, var á leið í háttinn og spurði hana hvort hún ætlaði ekki að busta en náði ekki sambandi við hana. Tók þá eftir að tærnar hennar stóðu útúr sænginnig og tók til við að kítla þær sem endaði með því að hún settist upp og sló í rúmið alveg brjáluð. Mér brá heldur betur og vissi ekki hvað var í gangi :)
Annars áttum við gott kvöld, grilluðum kjúlkingabringur og fullt af meðlæti, ætli við náðum ekki að klára svona helminginn. Síðan var eftirréttur og fleira, ásamt heljarinnar uppvaski =)

fimmtudagur, nóvember 14, 2002

Fullt hús matar. Það er allt of mikið að mat í ísskapnum...kanski ekki allt of mikið, það verðu nú aldrei satt, ekki miðað við hvað ég ét :) nóg af mat, það er réttara. Við eigum góðan skammt af lassannja, smá af pizzu, síðan óeldaðar pyslur og eitthvað af kjúklingabringum...góðir dagar framundan. Enda ekki skrítið þ.s. það er ekki hægt að bjóða fólki í mat hérna. Það verður nú munur þegar við verðum komin í okkar eigin íbúð, en það er víst ekkert að gerast á næstu dögum :| en einhverntíman þó :)
Engin ummæli:

miðvikudagur, nóvember 13, 2002

Þegar maður hefur fyrir því að vakna snemma og tékka á póstinum sínum þá geta kennarar ekki drullast til þess að senda manni póst ef þeir eru veikir. Sumir eru bara allt of miklir anti-nörd gæjar að það ætti ekki að leyfa svona mönnum að kenna...hehehehhehe, ég í vonu skapi því ég hafði fyrir því að vakna, veit ekki hvað maður er að eyða tíma í að mæta í tíma, gæti verið heima undir sæng. En hef þá smá tíma til að fara yfir verkefni og eitthvað dútl. Rosalega er þetta lyklaborð orðið þreytt hérna niðri tölvuveri, og meira að segja á svartri vél, þetta er eins og að pikka á gömlu ritvélarnar. Merkilegt nokk að krakkar í dag fá aldrei að pikka á ritvél, bara tölvulyklaborð. Ekki að það skipti neinu máli, ég efast um að pikk mitt hafi gert mig að betri manni =)

þriðjudagur, nóvember 12, 2002

Loksins, loksins, loksins fór ég og fékk mér GSM númer. 89-SWANK, þ.s. okkur vantaði einnig símanúmer fyrir bandið þá var um að gera að nýta tækifærið. Fékki ekki Swank endingu hjá Tal þannig að ég fór í Landssímann. Komst reyndar að því að það var búið að opna gamla VS númerið mitt um leið og ég var búinn að kaupa nýtt. Ætlaði að reyna að setja númerinn af korinu inná símann, eins og hægt er í Ericsson, og fékk skilaboð þegar ég kveikti. En auðvitað var það ekki hægt á þessum fornaldar Nokia sem ég er með, hann má þó eiga það að hann er í sambandi hvar sem ég er staddur. Ender allt í lagi þótt ég gat ekki fært númerin á milli, var með næstum 150 númer og notaði líklega ekki helming af þeim :)

laugardagur, nóvember 09, 2002

Loksins fékk Bjözzi afmælispizzuna sína. Við fórum með litla barnið okkar[Bjözza] á Eldsmiðjuna og fengum okkur pizzur. Reyndar var nú fullmikil hreingerningarlykt og endaði með því að ég þurfti að ná í afgreiðslu, og hvítlausolían lyktaði eins og pestó, en ávallt fín. Síðan var langþráð tónlistaræfing...allt of margir dagar síðan síðast var æft. Gekk bara vel og prufuðum að taka upp á MBox-ið mitt og það gekk mjög vel þegar ég uppgötvaði hvort inpúttið hvar hvað. Nú er bara að taka upp nokkur koverdemó til að eiga, ætli við reynum ekki að fá að komast í dótið hjá Sólon þ.s. við erum ekki vel tækjum búnir enn sem komið er.

fimmtudagur, nóvember 07, 2002

Kíktum á Sellófón í HFN leikhúsinu með fullt af fólki, allar vinkonurar og kallarnir :) Fengum fullsaltaða súpu, meira að segja fyrir minn smekk, og brauð, ef brauð skyldi kalla, þetta voru svona einhverja mylsnur þannig að það þurfti að fara nokkrar ferðir með brauðkassann til að fá nægilegt magn. Fínasta sýning annars :)

þriðjudagur, nóvember 05, 2002

Hvar er litli sjúklingurinn minn, ætla að vona að hún hafi komst aftur í vinnuna. Bína kom heim í dag alveg búinn á því, enn veik og gat ekki verið lengur í skólanum. Samt fór hún nú aftur á einhvern fund sem hún hélt að tæki stuttan tíma, en enn hef ég nú ekki heyrt frá henni...enda er slökkt á símanum hennar. Er að dunda mér á netinu, alltaf að skoða Swank síðuna og finna hvað þarf að laga :)

mánudagur, nóvember 04, 2002

Þvottadagur og surrvævor hjá Lilju og Tóta að vanda. Tóti meira að segja enn svo þreyttur eftir helgina að hann horfði með okkur :)
Þegar við komum út tóku þessi heljarinnar norðurljós á móti okkur, og þetta var bara ólýsanlegt, þau voru rosalega flott og rosalega stór, vona að enginn hafi misst af þeim, a.m.k. að einhver hafi náð að festa þau á filmu. Tóti gerði heiðarlega tilraun en efaðist um að þau næðust almennilega á heimavélina.

sunnudagur, nóvember 03, 2002

Villibráðahlaðborð hjá Kiwanisklúbbnum í gær og vá hvað ég er með mikinn hausverk. Enda ekki furða þegar neysla áfengis hófs fyrir hádegi og stóð í 14 tíma. Þetta var hinn fínast matur og tók ég á honum eins og maginn þoldi, og hann tók á móti miklu magni af kjöti. Eitthvað var að ölvun á staðnum eins og vera ber, en verst hvað þeir er stóðu á sviði voru fyllri en aðrir á staðnum. Tóti yfirgaf okkur og fór niðrí bæ að rokka, og var víst að einbeita sér að heilsunni í dag. Þetta er búinn að vera merkilega hægur dagur, held að það lýsi honum best, svona eins og að viltu vinna milljón hefði verið í gangi í allan dag, það gerist bara ekkert og tekur óendanlega langan tíma með endurteknum á ekki neinu. En ákvað að ég væri orðinn nógu stór til að taka verkjatöflu, verkunin á hausnum á mér er farin að verða til ama, þannig að nóttin ætti að vera góð =)

föstudagur, nóvember 01, 2002

"Logi, logi, logi, hvenær ætlaður að læra að það er ekki gott fyrir magann að fá þér Twister á kfc?"
Aldrei =)

Setti loksins í divex og nimo kóðana fyrir Bínu í ferðavélinna "hennar" og nú er sko mín orðin algjör tölvunörd...með friends diska í láni og sátt við að geta horft á í rúminu. Hún var ekkert á því að hætta til að horfa á sjónvarpið, það var miklu meira spennandi að horfa í tölvunni :)

Þvílík snilld, það er hægt að ná í persónal útgáfu af "Maya" á vefnum hjá þeim, þannig að maður getur leikið sér með þetta "sturlaða" tól, þarf að læra á það til að geta farið að leika mér að einhverju viti =)

mánudagur, október 28, 2002

Hringdi í pabba[afa] í dag, í NMT símann hans, sem keyptur var handa honum svo hægt væri að ná í hann á ferðalögum sínum um fjörðinn, en sambandið er nú ekki merkilegt á þessum síma og veitir ekki jafn fullkomna öryggiskennd og dömubindi. Hann er staddur í borginni og ég sagðist ætla að hitta hann á morgun og láta hann fá diska sem móður mín á að fá. Hann fussaði þegar hann heyrði þetta, augljóslega ekki sáttur við að þurfa að berast með heilt matarstell yfir allt landið, en ég róaði hann og kom honum í skilning um að þetta væru aðeins DVD geisladiskar og þá varð þetta ekkert mál.

laugardagur, október 26, 2002

Nörd kíkti í Applebúðina í gær, fínast vísindaferð, þrátt fyrir að bjórinn hafi klárast um leið og við fórum, þá slapp þetta til. Ekki amarlegt að sjá sjónvarpsauglýisngu með sjálfum sér =)
Nú er maður farinn að hugsa til Jólanna í ár, hvar maður verður niðurkominn og svona...á nú samt erfitt með að sjá mig fyrir mér annars staðar heldur en heima á Seyðisfirði, en maður þó aldrei, þarf samt að fara að hitta fjölskylduna, hef ekki hitt Dagsfólk síðan seinustu jól, og það er nú frekar lélegt.

fimmtudagur, október 24, 2002

Allaf, einu sinni í viku, tekur maður sig til og étur yfir sig...miðvikudagskvöldspizzayfirTV, fínt sjónarp á miðvikudögum, Futurama og Star Trek :) er orðinn nokkuð sáttur við pizzurnar mína, þær eru álitlegar í munn...eins og svo margt annað :)
Dundandi mér frameftir...eins og oft áður, en verst hvað maður eyðir litlum tíma í námið...orðinn aðeins of þreyttur á þessu, eins gott að maður fari að klára þetta blessaða nám og aðeins breyta til.
Aldrei kemst maður heim, þ.s. ekki er ég tilbúinn að missa af bandý...verð víst að missa af einum tíma í nóv. þ.s. áætlað er að fara í bústað...he he, fíla hvað ég er orðinn gamall...og hlæ inní mér =)

mánudagur, október 21, 2002

Vá, bara slatta flunnur í gærmorgun, en búinn a› hrista fla› af mér uppúr hádegi, samt eftir mig fla› sem var eftir af degi. Fórum í mat í HFN, fengum fínasta kjúklingarétt. Sí›an var æfing um kvöldi›, aldrei a› vita nema vi› náum a› komast yfir meirihlutann af lögunum fyrir áramót?

sunnudagur, október 20, 2002

Kominn heim...af "djamminu". Tókum pókerkvöld #11, fla› var fínt, smá drykkjuleik bætt inní og allir í gó›um fíling. Sí›an splitt›ust menn upp og svona, ekki nógu samr‡mdum hópur, eins og oft á›ur. Krossinn stó› f. sí›nu, gó›ur bjór, hræ›ilegur trúbbi, fullt fólk, og fólk sem ma›ur flekkti, annars er minn bara kominn heim og farinn a› lúlla =)

miðvikudagur, október 16, 2002

Mmmm....pöntuðum pizzu í kvöld, þ.s. ég nennti ekki að elda og ágætis tilboð hjá Hut. Við vorum sein fyrir en þegar við komum var Suprímin ekki kominn inní ofininn, þannig að við fengum bara ísbox í hendurnar og fengum að bíða. Þegar pizzan kom svo var okkur bara afhend hún og við fengum okkur ís í boxið og fórum...veit ekkert hvort við áttum að borga fyrir þetta eða ekki, a.m.k. gerðum við það ekki, enda rétti hún okkur pizzuna, en kallaði okkur ekki að afgreiðsluborðinu þannig að allir hljóta að vera sáttir, a.m.k. vorum við glöð þannig að við vorum ekki að pirrast yfir því að fá pizzuna seint.

Hvað er með þennan gerfiheim...þoli ekki föt sem rafmagna mig!

sunnudagur, október 13, 2002

Fékk ég ekki bara bréf frá Braga í fyrrdag um að Stigel bjór væri kominn í reynslu í ríkinu...í gær fór ég og keypt mér kassa af þessu besa bjór í heimi, að ég held. Maður ætti eiginlega að auglýsa þetta til að tryggja að hann komist í gegnum reynsluna, enda ágætis bjór. Fór í upptöku fyrir Switch sjónvarpsauglýisngu hjá Apple Íslnandi, gaman verður að sjá hvað verður notað og hvernig þetta kemur út. Æfingar um helgina þannig að maður er ekkert að gera mikið annað, skólinn bíður, Bína fær ekki nóga athygli og aldrei fer maður að djamma =)

miðvikudagur, október 09, 2002

Vá vá vá, þreyttur þreyttur þreyttur...var að fara yfir Swank prógrammið, laga og lita og fl., en ætti að vera farinn að sofa. Bína sofnuð, spjallaði aðeins við mig uppúr svefni áðan, var að segja hvað það væri erfitt að prenta á svona beyglaðan pappír...? Jæja, enn einn dagurinn sem maður fer seint að sofa og á að vakna kl 8...eftir 6 tíma.... :)

mánudagur, október 07, 2002

Nei, er ekki bloggerinn að vikra þrátt fyrir allt. Fékk alltaf einhver villuboð þannig að ég hélt að þetta væri ekki komið, en Bína klára benti mér á að þetta væri komið um daginn. Lá í leti um helgina. Fórum í afmæli til Lölu Biddnu[Svölu Birnu] sem er gaggala[tveggja ára] á laguardaginn, og má sjá nokkrar valdar myndir þaðan á myndasíðunni. Það fór allt vel fram, Svala fékk nóg af pökkum, ómælda athygli og engan frið. Síðan lágum við í leti það sem eftir lifði helgar, með viðkomu í HFN í gær, þar sem við fórum í mat í gær. Merkilegt hvað maður á einfallt með að borða mikið, held að ráð væri að fara að snúa þessu við og hugsa aðeins minna um mat en ég geri...eða ekki, he he he :)

laugardagur, október 05, 2002

Ég efast stórlega um þessi færsla muni komast inn, þ.s. þessi, annars ágæti, blogger er aldrei að virka! Nú er a.m.k. 3 búið að dreyma fyrir að Bína sé ólétt, þannig að það er spurning?
Mætti ekki í bandý á miðvikudaginn sökum yfirdrifinnar þreytu, var spurður af 3 hvort ekki væri í lagi með mig þegar ég mætti í skólann. Þetta er í annað sinn sem ég missi af tíma, í hitt skiptið var ég á vakt í sumar og komst ekki....vonum að þetta gerist ekki aftur. Er núna búinn að hanga í Odda að dánlóda TO3 og brása netið, bara að drepa tíma þ.t. Devitos opnar kl. 13:00...eða þ.e. þeir eiga að opna þá. Í fyrra hækkaði hádegisverðartilboðið úr 500 í 600 krónur sem varð til þess að þeir græddu svo mikið, að ég held, að þeir hættu að vakna snemma á laugardögum til að gefa okkur svít svít pítsa.

miðvikudagur, október 02, 2002

Aldrei virðist þetta blogg vera að virka, >: Siggi veikur í gær þannig að það var engin æfing, en þær eru nú komnar á fastákveðna tíma. Nú þurfum við reyndar að redda okkur græjum og svona, $. Búið er að sparka Bínu út, Balli farinn að færa út kvíjarnar og taka yfir herbergi. Ég og BIV fórum á runktinn og sund í gær, í staðin fyrir æfingu, og kíktum síðan á Monsa og BIV lagaði uppsetninguna á tölvunni hans sem ég hafði skilið eftir :)

mánudagur, september 30, 2002

Eylífðarþreyta í gangi í löppunum mínum þessa dagana. Nóg að gera í skólanum sem og örðu, þannig að þetta eru meira en 12 tíma vinnudagar sumir hverjir. Vísindaferð hjá Nörd á föstudaginn, og massa bandý á laugardaginn, vorum 10 sem mættu og það var gamla góða harkan í spilinu. Pókerkvöld #10 um kvöldið hjá Palla og síðan bærinn, kíti á Celtic og svo á Gaukinn. Verst bara hvað ég er alltaf þreyttur, sérstaklega í löppunum, var mikið að spá í að leggja mig á föstudagskvödið í kæliborðinu í 10-11, en hætti við þar sem Bína vildi ekki leyfa mér það. Swankið komið á skrið, þannig að þetta er allt í fína.

sunnudagur, september 22, 2002

Vá, internetið er ennþá hérna. Vegna framkvæmda á Stúdentagörðunum hef ég verið netsambandslaust í smá tíma...og er enn, verkamönnunum tókst að slíta nettenginguna og eru ekkert að flýta sér að laga það. Ekki nóg með það, heldur er bloggerinn eitthvað með vesen, svona eins og vanalega, held að ég ætti að fara að nota eitthvað annað, sem ég get séð um sjálfur, heldur en að vera háður þeim.

Seinastu helgi helgi var bandýmót NÖRD á föstudeginu, þar sem laugardagstíminn[gulir] fóru með sigur af hólmi eftir mikla baráttu við stelpnaliðið sem tvísýnt var hvernig myndi enda. Pizzupartý hjá Pönk um kvöldið, en ekkert djamm. Fórum út að borða á laugardaginn á Ítlalíu með Monsa og frú, Mikka og frú og Berki, síðan smá bjór og bara farið heim.

Helgin var bara róleg, kíktum á Monsa á Ástu í gær og spiluðum, bara rólegheit. Síðan ætlum við Swankarar að hittast hjá Bjözza í kvöld og fara í yfir stöðu mála, þetta er svona frekar rólegt, en sjáum hvað gerist í kvöld.

þriðjudagur, september 10, 2002

Fór á föstudgainn og hitti útskriftarnema. Dró Bínu meira að segja með mér, hún var nú ekki alveg viss hvort hún ætti að mæta, en kom síðan, reyndur hefur enginn tekið með sér maka, en mér er alveg sama, hinum hlítur að vera það líka. Síðan var farið á bjórkvöld Nörd, en stoppað studd, enda planið að drekka á laguardaginn.

Laugardaginn hófst með bandý. Bjözzi og Siggi mættu, Björn tórði nú ekki nema nokkrar mín., en Siggi gat hlaupið út tímann. Síðan fórum við í Bláa Lónið...að þeirra ósk, verð að viðurkenna að mér finnst þessi drullupollur frekar ómerkilegur. Borga 1000 kall fyrir að liggja í drullu og síðan þrífur maður sig hátt og lágt eftir í von um það að ná þessu ógeði af sér, en það gerist ekki fyrr en eftir 2 þvotta til viðbótar. En þetta var ágætt. Kvöldiðnu var svo fagnað með bjór þar sem minn endaði allt of fullur að segja fólki að hoppa uppí rassgatið á sér, þannig að ég dró Bínu með mér heim. Enda var hún líka blindfull og ældi í eitthvað blómabeð...það átti það kanski ekki skilið, en hafði bara gott af því, betra heldur en að fá sígarettustubba!

Kominn þriðjudagur, smá pirringur í gangi hjá Swank mönnun þar sem lítið er að gerast, en vonum að þetta fari í fastari skorður, ég verð brjálaður ef þetta rennur út í sandinn áður en það byrjaði. Bjallaði í lækninn, og vitir menn, allt í gúddí...ég er hættur að fara til læknis, það er aldrei neitt að mér!

mánudagur, september 02, 2002

Svala kom með nammi handa mér í vinnuna í kvöld, "grænmetis" lasannja frá Lilju. Hún og Bína kíktu með mér á smá labb um húsið, Svala, eða Birna eins og hún kallar sig núna, var rosalega dugleg að labba upp og niður stiga. 2 vaktir, damn hvað ég er ekki að nenna að byrja af viti í skólanum fyrr en þessar vaktir eru búnar :)

laugardagur, ágúst 31, 2002

Enn eitthvað slappur í hálsinum, er farinn að hafa áhyggjur af þessu. Maður er ekkert með eitthvað svona í mánuð, fer í blóðprufu á mánudaginn til að láta tékka á öllum efnum og svona. Nú á að ljúka þessum mánuði, auðvitað með stælnum, fá sér steik þar, og síðan á Signs. Skólinn hafinn, en ég reyndar enn að leysa af á vöktum en það er að verða búið. Er nú pínu þreyttur, enda svaf ég ekki nema 3 tíma...

fimmtudagur, ágúst 29, 2002

Bjallaði ekki Bína í mig í kvöld og spurði hvort ég væri hommi. Móðir hennar var að spjalla við Una homma sem fyrir einhverja þráhyggju heldur að ég sé hommi. Líklega vegna þess að ég kem alltaf vel fram við hann, samt er ég ekki á því að hommar eigi sér tilvistarrétt...þetta er bara ólæknandi sjúkdómur. Hafði aldrei neitt á móti þessum "þjóðflokki" fyrr en fólk var farið að trúa því að ég væri einn af þeim...ég hef ekki minnsta áhuga á rass- og typpjasleikjum. Karlmaður með karlmanni er ábyggilega það ógeðslegasta sem ég get hugasað mér. En svona er þetta, það fá allir leyfi til að lifa ídag :) enda er mér nokkuð sama á meðan þeir eru ekki að hommast í mér ;)

miðvikudagur, ágúst 28, 2002

Það er aðeins of erfitt að koma af næturvakt og fara beint í skólann. Þarf víst að taka eina viku í viðbót í næturvöktum, vona samt að ég fái kvöldvaktir, annars verður þetta mjög slæm vika, og þá aðallega skólalega séð.
Fórum á Eldsmiðjuna í kvöld og fengum okkur pizzu. Ég og Bína þurfum að klára ágúst og sumarið með skyndibita í hvert mál...? Að vana fæ ég mér pizzu Eldsmiðjunnar, D, og Bína fékk sér Y, eitthvað el Loco, mjög athyglisverð pizza, inniheldur meðal annars kjúkling og hnetur, ein af þessum pizzum sem bragast ekki eins og hefbundnar pizzur, heldur svona meira eins og hollur og góður matur.

þriðjudagur, ágúst 27, 2002

Vaktin í gær var SVO erfið. Var hálf dottaður sökum örmögnunar...er þetta er þá orð? Þá kom DV kallinn og lamdi á allt og ég varð dauðhræddur, hélt að þetta væri einhver fyllibytta, eða brjálaður starfsmaður sem hafði verið sagt upp störfum!

Svaf í þónokkra tíma, ekkert óeðlilegt þó, og þegar ég var kominn á ról var farið í bandý. Hitti aftur Dóra, Júlla og Hrólf, en ég hafði ekki séð þá síðan seinasta vetur. Var alveg búinn eftir tímann. Ég og Bína forum að passa Svölu, elduðum okkur smá pasta og horðum á smá TV. Tókum bæði eftir því í dag hversu mikið er farið að dimma, þá er hægt að hafa meira kósý, og kanski get ég loksins sofið eitthvað að ráði heima hjá henni með hvítu gluggatjöldin. Þegar ég hjólaði í vinnuna var svo mikil rigning, skítaveður á þessu útkjálkanesi! Nú er það 3 seinasta vaktin, bara ein næturvakt í viðbót og svo kvöldvakt. Það verður fínt að byrja aftur í skólanum, sem byrjar reyndar strax í fyrramálið, þannig að ég hjóla beint í skólann eftir vinnu.

sunnudagur, ágúst 25, 2002

Er svo þreyttur...þetta verður erfið vakt. En ekki nema 4 vaktir eftir og skólinn er víst að byrja þarf að skoða það í vikunni.
Þreyttur, seinustu vaktinar að ganga í garð, svefnleysi og óregla á svefni þessa daga...

laugardagur, ágúst 24, 2002

KFC í dag, ég og Bína verðum að klára sumrið með nokkrum skyndibitum í viðbót. Síðan verður tekið upp nýtt líferni í vetur. Vakt til 8 í fyrramálið, svo á að fara í bandý kl 10, verður gaman að sjá minn í fyrramálið, verð mjög ferskur :)

fimmtudagur, ágúst 22, 2002

Búinn að finna mestallt af myndunum aftur, tókst að eyða þeim sökum fávisku minni um daginn. Þarf aðeins að vinna upp 3 albúm. Er búinn að vera að setja upp nýja iMac fyrir Óla, og var loksins að fá nægilegt magn leikja í hendurnar til að gleðja hvaða strák sem er...ég meðtalinn. Vonandi fer að styttast í æfingar aftur, þetta er búið að vera ágætis frí í 3 vikur frá æfingum. Skólinn byrjar í næstu viku held ég, og ég er að klára seinustu dagana í vinnunni...Bína hefur nokkurn veginn sætt sig við að ég skyldi vera kominn með 2 vélar heim til hennar, aðalega vegna þess að hún hefur getað horft á DVD, en ég þori ekki enn að skylja hana og viðhaldið eftir tvær saman, það gæti endað illa :)

mánudagur, ágúst 19, 2002

Þurfti að mæta til vinnu daginn eftir, og það var löng vakt þar sem ég vildi vera kominn í frí. Á föstudaginn fékk ég svo loksins frí, fór í bandý og síðan pössuðum ég og Bína Svölu. Vorum að spá hvernig við myndum hafa þetta hjá okkur í vetur, þar sem ég er enn að klára skólann í Reykjavík og hún er farin að kenna í Hafnarfirði. Það ræðst bara þegar það að kemur...síðan á að reyna að draga úr skyndibita innkaupum hjá okkur, þau eru svona u.þ.b. gerð einu sinni á dag, sem er aðeins og mikið.

Laugardaginn var mjög fínn, drukkið nóg og étið vel. Fullt af fólki í bænum. Grilluðum hjá Önnu og fórum svo í afmæli til Hlínar og svo í bæinn að horfa á flugeldar. Dróg Bínu svo með mér á Celtic Cross, henni leist nú ekkert á staðinn, né vinkonum hennar, og þar spjallaði ég heilmikið við Símon og Bína við Ástu. Síðan fórum ákváðum við að koma okkum heim, ætli klukkan hafi ekki verið um 2 hef ekki minnstu hugmynd um það, var bara orðinn þreyttur. Þegar við sáum röðina í leigubílana hringdum við heim og vorum sótt, það var næs. Smávægileg þynnka morguninn eftir, en hún hvarf með hádeginu. Enduðum svo daginn í bíó á Minorty Reprot, góð útfærsla af myndum sem maður hefur séð áður.

miðvikudagur, ágúst 14, 2002

Vaktinni að ljúka og á að fara í frí á morgun, gefið að Ási hafi heilsu til að mæta í vinnu á morgun. Vona það, hefði ekkert á móti því að taka deginum rólega á morgun, spila smá tölvuleiki, taka myndir af Bjözzi fyrir heimasíðuna okkar, jafnvel bíó með Palla. Kemur allt í ljós á morgun hvað gerist...

mánudagur, ágúst 12, 2002

Paintball var snilld. Mæli með þessu fyrir alla, sérstaklega þá sem hafa á huga á skotleikjum. Það er geðveikur fílingur að vera fastur undir stórhríð og geta ekki hreyft sig fyrir kúlnaflugi. Ekki talandi um að ráðst inn á ókunnugt svæði ekki vitandi hvað leynist á bakvið næsta húsvegg. Þetta var rosalega gaman. Reyndar var farið að dimma fullmikið undir lokin og gufan var orðin pirrandi á grímunni, en þetta var samt bara stuð. Nú er það bara GoKart á næstunni.

laugardagur, ágúst 10, 2002

Verið að safn saman í Paintball á morgun kl. 21:00, eða litabolti eins og sagt er á íslenska tungu. Vankaði allt of seint í morgun...miðað við Bjözza a.m.k. hann var lagður af stað í vinnuna, en pikkaði mig samt upp. Ég fór út úr húsinu í öfugum buxunum með morgunkornið og nýmjólkina undir hendinni. Auk þess henti ég sneið af skúffuköku oní með kornflexinu. Dagurinn bara búinn að vera fljótur að líða og virðist hafa viðrað ágætlega á "hinsegin" fólkið í bænum í dag.

föstudagur, ágúst 09, 2002

Ég og Bjözzi fórum í nótt og versluðum okkur hammara og elduðum. Síðan spiluðum við Warcraft 3 við hvorn annan, og tölvuna, það var gaman :) litlu tölvunördarnir. Fórum svo að sofa kl 5 og vöknuðum báði kl 11 en þorfum hvorugur að hringja í hinn, vildum leyfa hvor öðrum að sofa út :) síðan var farið á runktinn um tónlistarbúðir borgarinnar, verið að leita að hinu og þessu f. bandið.
Bína var að bjalla áðan, þá var hún stödd í Herra Hafnarfirði og þar voru dökkbrúnar flauelsbuxur á góðu verði og henni vantaði buxnastæðina sem ég nota. Hafði ekki hugmynd um það, þannig að upphófs mikil leit að stærðinni í buxunum sem ég er í. Gat ómögulega séð afan á sjálfan mig, þannig að Skúli vinnufélagi aðstoðaði mig við að líta niður í buxurnar aftan frá, eins gott að enginn sá til okkar, en það stóð ekkert þar. Hélt því á klósettið og komst að því að stærðin er 33/32 sem er í stærra lagi á mig, en betra er að hafa fötin aðeins of stór heldur en of lítil ;)

fimmtudagur, ágúst 08, 2002

Engin smá hálsbóla, var/er líklegast vírus, þ.s. ég fékk einhverja sýkingu í augað um helgina.

Var annars í rigningarveðri í bústað með Tóta, Lilju & Svölu. Gerði nú mest lítið þar nema reyna að sofa...sem var aðalega á daginn. Síðan fórum við Bína austur á sunnudaginn í þann mund sem veðrið fór versnandi á suðurlandinu. Sól og blíða f. austuan á mánudegi og við höfðum það bara náðugt fyrir austan. Keyrðum svo heim á miðvikudaginn. Helga hringi í mig þegar við vorum komin á Akureyri og spurði hvort ég ætlaði ekki að taka tölvuna með mér...þetta er eins og að gleyma barninu sínu. Þanngi að henni var komið í 1.st class flug þannig að ég sótti hana um leið og ég kom í bæinn á flugvöllinn. Síðan var farið beint heim í Hafnarfjörinn í pottinn, og afgangar af helgarmatnum kláraðir...fínt að borða osta í heitum potti eftir 9 tíma keyrslu.

Nú er maður kominn hálf matarlaus aftur í vinnuna. Fór í búð áðan og horfði á samlokur & langalokur og hugsaði með mér að frekar myndi ég svelta heldur en að borða þetta rusl. Þannig að ég og Bjözzi ætlum að hittast eftir vinnu, en hann svaf yfir sig og er á vakt matarlaus, og elda eitthvað.

fimmtudagur, ágúst 01, 2002

Vá hvað það ætlar að taka langat tíma að ná þessari hálsbólgu úr mér! >:
Get ekkert sofið, enda ekki skrítið, hef enga þörf til þess, hef ekki farið út úr húsi eða hreyft mig í 3 daga. Verð að fara út í dag, sólin kom upp um...æ, einhverntíman í morgun, man ekki hvenær, var eitthvað að reyna að sofna, en það gekk ekkert. Tímanum er betur varið á netinu heldur en í rúminu :)

þriðjudagur, júlí 30, 2002

Ekki búinn að ná þessu úr mér, tókst að sofna um morguninn og svaf allan daginn, vonandi getur maður komist á ról á morgun, þetta er óþolandi að þurfa að standa í veikindum >:
Alveg frábært, kominn í frí og veikur! Reynar í fyrsta skiptið á æfinni sem ég er aðeins með hálsbólgu en ekki kvef í leiðinni, kanski er þetta bara eitthvað vægt eða kanski eru þessar blessuðu vítamíntöflur sem ég byrjaði að taka áður en ég fór til USA að gera mér gott.
Varð var við slappleika á vaktinni í nótt, og svaf svo 10 tímana í dag og vaknaði veikur. Nú er reyndar kl. 5:30 um nóttina, en þar sem ég er búinn að sofa svo mikið og hress í augnablikinu get ég ekki sofnað. En er kominn í frí, þannig að vonandi hristi ég þetta fljótt af mér...

mánudagur, júlí 29, 2002

Seinasta vaktin í júlí, síðan er 10 daga frí. Best að nota það til að kíkja heim ef veður leyfir. Þrátt fyrir að það verður reyndar enginn heima nema pabbi, þá verður það ábyggilega fínt. Nýti tímann líklega líka í að æfa aðeins næstu daga með strákunum, enn verið að berjast við að finna nafn en "Swank" komið ofarlega hjá mér og Bjözza, sjáum hvað verður =)

laugardagur, júlí 27, 2002

01001100011011110110011101101001...efast um að þetta segi þér mikið =) Hvað með það, þú þarft ekkert að vita hvað stendur þarna..he he!

Þarf að gera eitthvað úr 0 og 1, t.d. setja heimasíðu upp aðeins á 1 og 0 formi he he ... eh =)

fimmtudagur, júlí 25, 2002

Hmmm...júlí að verða búinn, merkilegt nokk. Þetta er ekki lengi að líða. Nú er bara að ath. hvort maður fari að vinna eitthvað í vetur, eða dundi sér bara í skólanum. Annars mest lítið að frétta, gleymdi reyndar straumbreytinum f. lappann þannig að ég er ekki á kafi í tölvunni í nótt, bara að skoða netið og horfa á Hallmark. Þar má nú finna merkilegustu kellingamyndir. Hreyfingarleysi er reyndar farið að segja til sín, ekki verið nema eitt útibandý í sumar, það er alltof erfitt að smala mönnum saman, vantar alveg sterkari kjarna. En það styttist í opnun á íþróttahúsinu jibbí =)

mánudagur, júlí 22, 2002

Loksins kom efni seinustu daga inn, bloggerinn hefur eitthvað staðið á sér undanfarið. Vaktin að verða búin og skúffukakan reddaði gerði góða hluti, svo ekki sé nú minnst á 1l af nýmjólk sem fylgdi með =)
Ég og Bjözzi héldum litla veislu með litlum pizzum =) fengum þær gefins með W3, verst að taka ekki myndir til að bæta við leikjamyndasíðuna...oh, nú er enn og aftur búinn að gleyma addresunni á hana, þarf að setja link á hana á síðuna hjá mér. Síðan fékk ég skúffuköku í eftirrétt frá Bínu, var svo sæt að koma með hana til mín í vinnuna. Jæja best að halda áfram að vinna =)

laugardagur, júlí 20, 2002

Búinn að fá nóg af skyndibitasamlokum, langlokum, pastabökkum & kjötlokum. Þetta fer bara illa í mig, verð bara að hafa fyrir því að smyrja mér nesti sjálfur. Svaf ekki nema 6 tíma og ætlaði að leggja mig í kvöld en ákvað að elda frekar pizzu. Get nartað í hana í nótt og Bína getur fengið sér þegar hún kemur heim í nótt af djamminu. Fór útí búð til að kaupa ger...og gleymdi því auðvitað, keypti bara fullt af öðru =) en reddaði því, notaði bara bjór í staðinn í botinn og það var fínt =)
Plan að fara austur um versló, ef veður leyfir. Annars væri ég nú til í að vera það þessa helgina, LUNGA í gangi og veðrið frábært og spáin góð, vonum bara að þetta verði svona eftir 2 vikur enn =)
Þetta var þreyttur dagur, var þreyttur þegar ég:
kom heim kl. 8 í morgun
vaknaði kl 15
sofnaði kl 19
vaknaði kl 20 og horfði á Jackass =)
sofnaði kl 21
vaknaði kl 22:30 fór og kíkti aðeins á Bjözza á Austurvöll og fór svo í Múlann.
Bjözzi hringi svo kl 3 í nótt og sagði mér frá spennudraumi sem honum var að dreyma...fíla þegar fólk hringir og segir manni alveg tilgangslausa skemmtilega hluti, það er bara frábært =)

fimmtudagur, júlí 18, 2002

3ji dagurinn í röð sem við tókum tónlistaræfingu...úfff, maður er nú bara orðinn smá þreyttur, og nú eru bara spennandi 7 tímar eftir af vaktinni =)

miðvikudagur, júlí 10, 2002

Hvað á þetta að þýða? Einmitt kl. 14 kemur bara þessi bongó blíða, og ég á leið í vinnunna, dæmigert >: Fór á útsölu í Hagkaup í dag, og fann buxur, en auðvitað voru þær ekki á útsölu >: he he

mánudagur, júlí 08, 2002

Ef ég verð einhverntíman í bandi sem þykist ætla að "meika" það í útlandinu, þá mun ég fara framá að nafn sveitarinn verði "PEN 15" uppá útlenskuna. =)

laugardagur, júlí 06, 2002

Schvefn, vaka, það rennur allt saman í eina stóra tilveru þessa dagana. Bjözzi kom í vinnuna í gær með Warcraft III nýkominn í búðir, og hann var svo góður að fara og sækja eintak fyrir Loga litla svo hann gæti leikið sér. Magnaður leikur, það er ekki oft sem maður kaupir leiki, en ég varð bara að votta Blizzard virðingu og þakklæti fyrir StarCraft með því að kaupa þennan og það var/er sannarlega þess virði. =)

þriðjudagur, júlí 02, 2002

Loksins tókst mér að sofa smá, veitti ekki af eftir seinustu daga :) vaknaði því ekki fyrr en kl. hálf sjö í dag og framkvæmdir voru í samræmi við upprisutíma :)

sunnudagur, júní 30, 2002

Vaktin í gær varð ekki eins erfið og ég bjóst við. Reyndar bara mjög góð. Sibba og Símon kíktu í heimsókn og Bína kom þegar Símon fór. Þær fóru svo saman á djammið, en voru að hittast í fyrsta skiptið. Þær höfðu víst nóg að tala um, og ég var víst umræðuefnið var mér sagt, held þó að það hafa bara verið til að gleðja mig :) en gaman að því samt að þeim komi vel saman.
Fékk Bjözza til að leysa mig aðeins af í 2 tíma á eftir á meðan ég skutla Gauta og co. til Keflavíkur, annað árið í röð, en þau eru á leið til Austurríkis með pabba að hitta Jóhann og co.
Á enn nóg af mat sem Bína kom með handa mér í gær, varð ólýsanlega glaður þegar hún kom með hann, en hef ekki enn klárað neitt, bara byrjaður á skúffukökunni, á allt annað eftir + pizzaafgangar síðan við vöknuðum kl 4.

laugardagur, júní 29, 2002

Svefn er ekki í 1. sæti þessa dagana. Seinasti innitíminn í bandý þar til í ágúst, þannig að nú er bara að prófa að spila úti á grasi. Ég, Símon og Ásta kíktum aðeins í Nauthólsvíkina e. bandý og fengum okkur fl. bjóra. Nú er það bara 12 tíma vakt, er þreyttur nú þegar þannig að þetta verður skondið þegar vaktin er á enda :)

fimmtudagur, júní 27, 2002

Fór í bústað um helgina eftir 12 tíma vakt á sunnudaginn. Tókst einhvernveginn að komast á réttan stað þrátt fyrir að leiðbeiningarnar sem ég fékk voru aðeins fyrir seinni hluta leiðarinnar...en þetta er nú ekki stórt land :)
Rólegheit fram eftir, bjór og spilað. Síðan var það potturinn þar sem farið var í flöskustút. Það voru allir látandi eins og fífl, leikandi rollur, fugla og fleira. Mjög ánægjulegt þrátt fyrir hvað minn var þreyttur. Daginn eftir var svo bara slappað af og pizza um kvöldið, svo spilað og drukkinn bjór. Einhver ólýsanleg löngun dró mig út um nóttina að fá mér kók og viðra svefnpokann minn :)
Nú er fyrsta næturvaktin af 7 í röð að verða búin. Kann bara vel við þetta starf, hef tíma til að horfa á TV, skoða internetið, leika mér í tölvuleikjum og það er nú ekki slæmt, hef ekki haft tíma til þess undanfarið.

mánudagur, júní 10, 2002

Jæja, löngu kominn heim og best að koma yfirliti af ferðasögunni niður áður en það gleymist.

USA


Útför 15.maí 2002


Réttilega get ég nefnt þennan dag útfaradag þar sem heilsan var ekki á við hest. Vaknaði við þolanleg veikindi í hálsi og byrjaði strax björgunaraðgerðir. Eftir misheppnaða ferð á Læknavaktina voru vítamín versluð í næsta Apóteki og mataræði fyrrihluta dagsins samanstóð af vítamínum, verkjatöflum og ávaxtasafa. Uppdópaður af appelsínusafa og í besta skapi var haldið til Keflavíkur. Í flugstöðinni keyptum við Íslenskt Brennivín handa verðandi gestgjöfum okkar í skólum og fyrirtækjum í Bandaríkjunum. Ákveðið var að harðfiskurinn væri of stækur til gjafa ef aðrir en Íslendingar þyrftu að komast í tæri við hann. Þessi innkaup urðu nú tilgangslaus þegar upp var staðið þar sem oftast tókst okkur alltaf að gleyma bakkusi á hótelherberginu.
Flugið út varð öllum frekar auðvellt, enda allir spenntir yfir því að komast til fyrirheitna landsins.
Þegar lent var í Minneapolis var stímað beint inn á hinn eina sanna Ameríksa skyndibita eins og ég hafði lofað sjálfum mér að það yrði mitt fyrsta verk í Bandaríkjunum að fá mér sveittann McDonalds borgara. Mikil undurn kom á andlit mitt þó þegar ég komst að því að ég gat ekki borgað með nýja fína gullkortinu mínu fyrir makkann minn..."cash only". Það eru víst ekki öll löng eins framarlega með kortanotkun og Íslendingar. Að mat loknum var farið á fyrsta bandaríska klósettið. Það hefði verið mun skemmtilegri lífsreynsla ef ég hefði ekki þegar komist í tæri við amerísk klósett á Keflavíkurflugvelli, en þrátt fyrir það var mikið fagnað með ýmsum hljóðum við fyrstu losun í landinu eina við litla hrifningu annara á salerninu.
Nokkrum tímum síðar vorum við komin um borð í San Francisco vélina. Ekki byrjaði flugferðin vel þegar óttasvipur kom á áhöfnina þegar öll ljós slökknuðu og vélin stóð hreyfingarlaus og hljóðlaus. Flugmaðurinn kom þó áhöfn og farðþegum í trú um það að ekkert væri að óttast, það hefði bara slegið út en þetta kæmi líklega aftur inn rétt bráðar. Ekki var öllum skemmt og áhyggjunar mögnuðust þegar fólk hugsaði sér að þetta gæti gerst í flugi, en flugmaðurinn enn og aftur sagði að þetta hefði aðeins verið rafmagnið en ekki vélaraflið. Allt fór í gang á endanum og ferðinni hélt áfram. Í gegnum nóttina var flogið með vél fulla af sjúklingum. Annar hver maður um borð var hóstandi og hnerrandi, ekki bætti það ofaná heilsuástandið hjá mér að hafa farðþegana beggja megin við mig hnerrandi og hóstandi hvor í kappi við annan.
Þegar komið var til San Francisco var náð í bílaleigubílana og 12 manna hópurinn hélt inn í miðborgina beint á Hotel Renoir. Þegar þangað var komið lá leiðin beint í bólið.

Árrisulir göngugarpar 16.maí 2002


Stjörnustríðsdrottningin Ása reif alla á lappir 6 um morguninn. Nú mátti engan tíma missa, ýmsa staði þurfti að skoða og búðirnar þurfti líka að rannsaka áður en innkaupin hefðust.
Við komumst fljótt að því að við vorum á morkum "Bumville" þannig að hverfið hjá okkur var allt morandi í rónum og ýmsum lýð sem vantaði annað hvort peninga til að kaupa dóp eða verðandi klámstjörnur sem höfðu ekki efni á typpastækkun. Gengið var um allan miðbæinn. Coit turninn skoðaður, Kínahverfið, Bryggja 39 ásamt sæljónunum og allt í steikjandi sólinni sem réðst á saklausu Íslendingana sem fæstir spáðu mikið í því fyrsta daginn. "Cable car" stytti okkur leiðina heim frá Bryggju 39 og vel sóluð komum við heim 11 tímum frá upprisu eða um 5 leitið. Heilsuástand mitt var enn keyrt áfram á verkjalyfjum og hálstöflum. Um kvöldið átti svo að fara út að borða. Líkaminn minn ákvað að taka sér smá blund yfir sjónvarpinu kl 6 og var ekkert á því að vakna einhverju síðar þegar aðrir fóru í mat, ætlaði bara að rölta niður og ná í hamborgara á horninu yfir sjónvapinu. Ekki tókst það og rannkaði hann aðeins við sér þegar hinir komu aftur út mat fyrir miðnætti. Síðan var haldið áfram inn í draumaheiminn.

Íslendingar á uppleið 17.maí 2002


Morgunmaturinn var að hætti landsins, 6 dollara borgari á Carl's Jr., sem reyndar kostði ekki nema 4 dollara. Kraftmikill morgunmatur, ef kraturinnn væri mældur í fituinnihaldi. Nú voru ökutækin tekin fram að fyrst farið í GreenBorder til Úlfars nokkurs og forvitnast um hvað þeir væru að aðhafast. Ekki var nú mikið gefið upp hvað væri verið að gera, hugmyndin kynnt og síðan fengum við fyrirlestur um hvað þarf mikið til að "meika" það í dalnum. Þegar við vorum orðin fullfær í að koma okkar hugmyndum á framfæri, eða búin að gefa upp vonuna á því að koma þeim nokkurntíman að í þessum áhættufjárfestingaheim, var haldið á Shushi stað rétt hjá. Kom mér mikið að óvart hve einfallt er að borða með prjónum, en ég hafði nú ekki séð neina ástðu til þess áður á æfinni. Ekki fór ég þó í hráa fiskinn og lét hann eftir öðrum.
Næst kíktum við á Snorra Sturluson í LightSpeed Games. Þar fengið við að leika okkur í ofbeldisbílaleik sem þeir voru að gera. Ágætis skemmtun en skemmtilegast var að koma þangað í blíðviðri og stíga inn í dimmt og svallt fyrirtækið.
Um kvöldið var Ása orðinn slöpp og varð sér útum undartöflur sem áttu að losa líkamann við veikindin á einni nóttu og fékk ég einn skammt hjá henni. Ekki veit ég hvort þær gerðu eitthvað eða hvort veikindin voru bara á undanhaldi hjá mér, en heilsan fór batandi héðan í frá.

Áhugasamir vínsmakkendur 18.maí 2002


Úlfar var sóttur og síðan var haldið í stórmarkað og keypt inn fyrir lautarferð. Ekki var nú nein laut fundin heldur haldið inn í einn af útivistargörðum SF. Fundum Shakespear garð og slógum upp veisluborð í leyfisleysi. Þegar matur og bjór er framreiddur þá gerist alltaf það sama. Íslendingar fara að flykkjast að, eins og þeir renni á bjórlyktina. Slappað var af yfir matum í nokkra tíma ásamt svöngum íkornum og steikjandi sólinni. Íslendingarnir kvöddust einn af öðrum og við héldum í leit að rauðvíni. Farið var Robert Mondavi víngarðinn. Þar fengum við að bíða vel og lengi eftir að komast í skoðunarferð um víngerðina. Ekki var laust við að sumir væri orðinir léttkenndir þegar komið var aftur í bílana.
Í bakarleiðinni var Golen Gate skoðuð í brjáluðum vind og ekki átti að stoppa lengi en tafðist stoppið þegar Elli varð sjónvarpsstjarna í Battle Bots þegar hann var látinn hlaupa með framlengingarsnúru með Golen Gate í bakgrunni. Ekki slæm byrjun á ferlinum.
Um kvöldið var svo farið í Mission hverfið og borðað á Brunos. Fínn matur og einhverjir héldu áfram á barnum fram eftir nóttu.

Letidagur 19.maí 2002


Sólin hafði tekið sér frí í dag og það gerðu fleiri. TV var látið ráða ferðinni og svefninn hafður í hávegum. SF kringlan var skoðuð og bjór fluttur uppá hótelherbergi. Um kvöldið var svo farið út að borða í heljarinnar rigningu og gafst minn upp hálfa leið og hélt áfram tilbiðslu á bjór og TV.

Háskólaskoðun 20.maí 2002


Haldið var suður eftir í fróðlega skoðun í Symbol. Þar þótti mér ákaflega skemmtilegt að sitja á fyrirlestum þeirra með lófatölfu frá þeim að skrifa kveðjum heim til Íslands á netinu. Síaðn var haldið til Standford háskóla í ferð um skólann með íslenskum nemendum.
Í vélmennadeildinni fengum við að leika okkur að þrívíddarsnertiheim þar sem hópurinn hafði mikið gaman að því að fá að snerta tannkremstúpu, bílflautu og frímerkjasvamp í tölvu með tilgerðum snertifleti sem hreyfa mátti um þessa hluti og þreyfa þannig á þeim. Kvöldmatur var svo snæddur á brugg- og veitingahúsi í Palo Alto.

Afmælisveisla Hljámtýrs 21.maí 2002


Hóðurinn fór og skoðaði sig um í Brekeley undir leiðsögn kunningja Hjálmtýrs. Síðan var haldið upp í hæðahverfið fyrir ofan Berkeley þar sem íbúar virtust hafa fjár milli handanna til að búa á svona stað. Um kvöldið var svo snætt á veitingastaðnum Mona Lisa í SF þar sem Hjálmtýr fékk afmælissöng og gjöf, þótt hann ætti ekki afmæli var vera að þakka honum fyrir að koma með okkur þar sem hann var á leið heim ásamt Mæju daginn eftir. Síðan var farið í Castor hverfið og víti til varnaðar þá er það hommahverfið í SF. Það átti að vera samkynhneigðrahverfið en það voru aðeins karlmenn þar þannig að þetta hlýtur að vera orðið hommahverfi.

Alein í Ameríku 22.maí 2002


Hjálmtýr var kvaddur á flugvellinum en Mæja fór fyrr um nóttina heim. Nú vorum við alein í Ameríku og enginn ökumaður til að leiða bílana. Uppfrá þessu varð merkilegt hvað okkur tókst oft að fara vitlausar leiðir að þeim stöðum við fórum á. En Frys var fundin og dágóðum tíma eytt í verslunarleiðangur. Síðan var haldið til HP og við fengum smá sýn af framtíðanhugmyndum þeirra. Til að nýta góðviðrið var fundinn smá grasreitur og legið þar í nokkra tíma. Síðan haldið heim og þjóðarréttur heimamanna smakkaður aftur, bara til að vera viss um að makkinn hefði ekkert breyst þessa daga sem við höfðum verið þarna.

Verlunardagurinn mikli 23.maí 2002


Mest lítið annað gert heldur en að þræða búðirna og verslað. Ef ég væri stelpa myndi ég hafa mjög gaman að lýsa öllum ferðum mínum, innkaupum og ákvörðunum, en ég er ekki stelpa og þess vegna geri ég það ekki!

Ströndin í SF 24.maí 2002


Við ætluðum okkur að fara til Alcatraz, en komum svo seint niður á Pier 39 að ekkert var laust. Ég, Elli og Gummi urðum eftir á og fórum í sólbað og ströndina á meðan aðrir fóru í dýragarðinn. Við vorum sammála um að fara frekar þangað þegar við værum orðnir gamlir með börn. Ströndin var fín og Frisbee var kastað á milli tímum saman. Um kvöldið ákváðum við af góðri frásögn Pabba og Mömmu [Andra og Ásu] að fara á Cafe do Brazil sem staðsettur var við hótelið. Sá veitingastaður fékk óformlega verðlaunin "Versti veitingastaður Bandaríkjanna", en við uppgötvuðum síðar að meðmælendurnir höfðu fengið sér eitthvern kanínumat en ekki kjöt.

Strandlengjan í þokunni 25.maí 2002


Haldið var af stað til LA snemma um morguninn eftir strandlengjunni. Ábyggilega mjög fínt að keyra þar, en við vorum í þoku allan tímann og það eina sem við sáum var skilti sem sagði að sekt við því að dreifa rusli væir 100.000,- kall, ekki slæmt það. 6 tíma ferð en mér tókst að minnka hana niður í svona 2 tíma með svefni. Gistum á Vagabond Inn á Figuero stræti, sem kallast mætti Skyndibitagata, 300m af öllum skyndibitastöðum bandaríkjanna og flestir opnir allan sólarhringinn, þar mátti meira að segja finna Fatburger. Um kvöldið var skroppið í Universial og farið á Star Wars II í digital bíó. Tókst að fá popp með fullt af smjöri :)

LA strönd & sól 26.maí 2002


Flestir ákváðu að fara til San Diego í SeaWorld en ég, Elli, Orri, Ari og Ester urðum eftir. Allir nema Orri fórum á Baywatch ströndina og tókum okkur gott sólbað þar. Síðan var farið heim á sundlaugarbakkan með bjór. Skyndibitastræti stóð undir sínu því þar fann ég loksins Taco Bell sem ekki sveik mína bragðlauka.

Stjörnugata Rassgata 27.maí 2002


Memorial Day kom okkur að óvörum og í tilefni dagsins fórum við og stigum á nokkrar stjörnur, ekkert var nú stríðið þennan daginn. Keyrðum Hollywood og Sunset Blv. og skroppið inn í verslunarkjarna þar sem "The Hives" voru að spila, ekki amarlegt að hitta færndur okkar svía í USA.
Síðan eftir heilmikið rölt var farið aftur á sundlaugarbakkann og merkileg uppgötvun gerð að Dominos USA er rosalega góð.

Barnagaðurinn 28.maí 2002


Universial Studios garðurinn var heimsóknarefni dagsins. Þar var ýmislegt sem var áhægis skemmtun: Back to the Future bíó, WaterWorld sýning, þrívíddar Terminator bíó og Jurrasic Park bátsferð. Einnig mátti finna ýmislegt sem ekkert var annað en tímasóun, ágætis garður en hefði haft meira gaman af honum ef ég hefði veirð 10 árum yngri. Vantaði alveg klessubíla og rússibana, en...
Seinsta máltíðin varð að vera Dominos þar sem þeir voru bara og góðir til að sleppa þeim.

Draumalandið yfirgefið 29.maí 2002


Eftir smá flækjur á LA þjóðvegum komumst við á leiðarenda á flugvöllinn og sögðum skilið við USA og ferðalangana fjóra sem eftir urðu viku til viðbótar. Ferðin heim varð viðburðarlítil en loks komumst við aftur heim kl 6 að morgni og gott var að komast aftur í íslenska sturtu og fá íslenska mjólk á morgunmatinn, sólbrunninn og sæll.

miðvikudagur, maí 15, 2002

Dagurinn er víst runninn upp...USA, USA, USA...ég er nú reyndar ekki enn farinn að sofa, en það fer að gerast. Vaknaði auðvitað með einhver veikindi í hálsi...það verður bara drepið með verkjalyfjum ef þetta verður eitthvað vesen, en virðist ætla að haldast í lágmarki...enn a.m.k. Þarf víst að leggja mig, á eftir að gera eitthvað í fyrramálið áðun en ég fer! Góða nótt Logi.

mánudagur, maí 13, 2002

Jæja jæja jæja...þá eru það bara 3 dagar, þetta er allt að koma...réttara sagt er ég alveg að koma til USA. Það verður fínt, á að kaupa System of a Down fyrir Rakel, hefði ekki dottið til hugar að hún hlustaði á þá? Headphone fyrir Hall, NBA bol með Sprewell á bakinu fyrir Soffíu...hann hlýtur að vera sætur. Eitthvað SouthPark handa Magna. Held að það hafði ekki verið neitt annað ákveðið. Nú er bara að vera duglegur að gera allt sem ég ætlaði að gera áður en ég fer...

föstudagur, maí 10, 2002

Bjór er nú alltaf góður. Sérstaklega fyrir og eftir ýmis erfiðis ánægjustöft.

Loksins fór ég í Lúxus salinn í Smárabíó, og það er alveg þess virði. Hefði alveg verið til í að sofa þar bara :)

þriðjudagur, maí 07, 2002

Alltaf er nú gaman að horfa á Matrix, þótt endirinn sé svona... Annars er lífið fínt þegar maður er í fríi, maður er bara allt of lítið í fríi í lífinu, a.m.k. ég hingað til :) Síðan er það bara USA í næstu viku...hell ye.

Annars var ég nú glaður um daginn. Fann síma um helgina og þegar ég loks kom honum til eiganda síns eftir helgina borgaði hann mér fundarlaun. það er alltaf gaman að eignast reiðufé. Kanski erum við ekki glötum fyrst menn fá týnda síma enn aftur til baka :)

fimmtudagur, maí 02, 2002

Kíkti í stúdíó um helgina, og ég er kominn með nýja vöru efst á óskalistann. Pro Tools, þvílík snilld. Tónlist er núna fullkomlega auðskiljanleg... í tölvunni :) og allt með mjög þægilegu umhverfi. Þetta verður vonandi gjöfin frá mér til mín í USA, get þá farið að snúa mér aftur að tónlist í staðn fyrir að eyða tíma í skóla og svona...a.m.k. í sumar, verð víst eitt ár til viðbótar í HÍ, enda er það fínn staður...enn um sinn, en held að það sé best að fara að klára þetta af og snúa sér að einhverju öðru.

föstudagur, apríl 26, 2002

Loksins er þetta að fara að klárast, skólanum að ljúka í vetur. Er aðeins í próflausum áföngum, og kláraði Valið Efni í dag, spjallaði um Tauganetið mitt :) Það var athyglisvert. Síðan er bara lok á mánudaginn. Rosalega ætla ég að hafa það gott í kvöld, gera mest lítið vonandi :)

laugardagur, apríl 20, 2002

Ég er kominn með nýja speki
My world's an apple world
eða
Heimur minn er epli
Fór í eplabúðina áðan og það er alltaf gaman. Líður eins og litum strák í dótabúð...enda er ég lítill strákur í dótabúð :)
Lífið er gott með epplum :)
Ef ég væri fáránlega ríkur myndi ég gefa öllum sem ég þekki Apple tölvur, það væri nú gaman...en því miður er ég ekki ríkur...ekki enn a.m.k. en ef ég verð ríkur skal ég gefa þér eplavél.

miðvikudagur, apríl 10, 2002

Hvernig ætli sé að vakna einn daginn beinalaus, það þurfti einhver lækasonur að eyðileggja þessa pælingu fyrir mér með því að uppljóstra því að maður lifir það ekki af...líffræðingurinn ég var ekkert að spá í því. En fyndin pæling samt. Gæti verið eins og boneless chicken í Cow&Chicken, alltaf verið að segja brandara á sviði...reyndar liggjandi á sviðinu með míkrafóninn :)

Hvað er lífið gott, ekki bara vegna þess að það stendur á kók flöskum þessa dagana, heldur vegna þess að ég get farið í rúmið með tölvuna.

Íslendingar eru hálfvita, vegna þess að þeir geta ekki lært að tala rétt á að aðlaga málið að þeim. Nú á að setja orðið talva inn jafnt orðinu tölva, þá held ég ætti bara að samþykkja þágufallsýki...fólk er fífl.

fimmtudagur, apríl 04, 2002

Loksins, loksins, loksins, Commadore64 emulator fyrir Mac OS X, ef Mr. Angry er ekki besti leikur í heimi þá veit ég ekki hvað. Hver fílar ekki hoppukallaleik sem gengur útá að ná í mynavél, flass, passa og lykil til að taka mynd af flottri gellu, og allt án þess að vekja Mr. Angry...mæli með þessum fyrir alla áhugamenn um tölvuleiki, sjá á www.c64.com og www.lemon64.com.

þriðjudagur, apríl 02, 2002

Fínir páskar þótt ég hafi ekki farið austur. Komst í matarboð og hitti fólk, gerði kanski ekki nægilega mikið í skólanum, en þetta var fínt frí.

mánudagur, mars 25, 2002

Fer ekki heim um páskana :(, en kemst í Júní. Best að reyna að nýta fríiið í að hitta fjölskyldufólk hérna fyrir sunnan, forrita smá, drekka bjór, og jafnvel að leita að vinnu.

miðvikudagur, mars 20, 2002

Auðvitað fór ég beint í bandý...og rétt þoldi það :)
Búið að vera nóg að gera að vanda, projectPro í hugbúnaðarverkefni 2 lítur bara vel út, reyni enn að skilja og gera eitthvað í völdu efni, í gsfr2 þarf ég að finna mér ritgerðarefni, síðan er ég ekkert að fíla frekar enn í fyrra að forrita á íslensku og lítið hefur gerst hjá mér í forritunarmálum.
Dauðlangar heim um páskana, og vonandi tekst mér að ljúka flestu fyrir næstu viku og kíkja heim...ef ég fæ far einhverstaðar...síðan styttist í útskritfarferð til Califorinu og bekkjarreunion í Júní.
Æ, já, ég ætti að fara að huga að vinnu í sumar?

fimmtudagur, mars 07, 2002

3. í flensu :( ætti að vera kominn á ról á morgun, ætti EKKI að fara í bandý, EN.... :)

sunnudagur, mars 03, 2002

Fín helgi, bandýmót og pókerkvöld. Annars varð nú lítið um lærdóm í þessari viku, ekki nema 38 tímar í heildina...jæja best að reyna að skipuleggja aðeins betur og taka sig á hahahahaha....

föstudagur, mars 01, 2002

Var ekki bara liðið mitt sem vann nörda keppnina í bandý, kúdós til Soffíu, Tryggja og Jóns, þau sáu um þetta allt með, geðveikt kewl bandýnördar...nema Soffía en hún er líka stelpa, go Beck. Jæja, það var nú ekki mikið um skóla í dag, ekki nema 2 tímar og við verðum nú að halda upp á það að bjórinn var leiðfður á þessu skeri fyrir 13 árum :) með því að drekka nóg af honum, og mæli ég með Carlsberg ;)

fimmtudagur, febrúar 28, 2002

Frábært hvað TV er innihaldsríkt, pör á eyðieyju + full af einhleypu fólki...gerir það eitthvað af sér? Jæja, ábyggilega fínt að taka þátt, en ég hef nú séð skemmtilegra efni. En hvað skólann varðar í gær náði ég um 6 tímum, en í dag var ég nú frekar latur og skrái 6 tíma en ég ætti að ná meiru á fimmtudögum. Nú er bara bandýmót nörda á morgun. Hell yeah...

miðvikudagur, febrúar 27, 2002

Varði deginum í tölvuhluti ótengda skólanum, þannig að það voru ekki nema 2 tímar í dag :)

mánudagur, febrúar 25, 2002

Ekkert mikið lært í dag, en náði 4 tímum.

sunnudagur, febrúar 24, 2002

Jæja, nú er best að taka fyrir hve mikill tími fer í lærdóm...best að birja í dag þar sem ég hef ekki gert annað en lært í dag.
Skóladagur 1 - Sunnudagurinn 24. febrúar 2002 - 18 tímar...var vakandi fram eftir morgni og mætti svo aftur upp úr hádegi þannig að þetta verður góð vika til mælinga.
Kominn heim eftir erilsaman dag og nú er bara lærdómur...enda ekki um annað að ræða þar sem nágranninn á neðri hæðinni er með standandi partý.

fimmtudagur, febrúar 14, 2002

Skóli, skóli, skóli....hvað á þetta eiginlega að þýða á maður ekkert að fá að...

mánudagur, janúar 28, 2002

Eg og ung dama tókum okkur til og lögðum herbergið mitt í rúst í gær. Ekkert verðmætt varð fyrir skemmdum þannig að allt endaði vel.

föstudagur, janúar 25, 2002

Dagarnir eru flótir að líða þegar maður á mac :) Ég hefði aldrei túað því sjálfur fyrir...bara aldrei trúað því að ég yrði harður makkari. En þetta er bara allt of flott, kúdós til apple fyrir að standa sig vel.

laugardagur, janúar 12, 2002

MiniDisk spilarinn bilaður, UTOC ERROR þegar að hann ætlar að vista breytingar. Opnaði hann og hreinsaði laser-inn og vitir menn allt í góðu. Það virist vera ógjörningur að snúa sólahringum aftur við, ekki að ræða það að fara að sofa fyrr en 2 til 3 þessa dagana.

þriðjudagur, janúar 08, 2002

Ný beta útgáfa af Omniweb komin, ég hef því endurheimt íslensku stafina. Steve Jobs kynnt heiminum nýjan IMac í dag ásamt iPhoto, það er alltaf að verða betra og betra að vera makkamaður :)

mánudagur, janúar 07, 2002

Jæja, jólunum lokid. Omniweb virkarn nú ekki, eitthvad vesen líklega med HI. Fín jól, mikil etid, legid í leti, tekid af myndum og notid lífsins. Er kominn aftur sudur og á morgun byrjar skólinn, ætti ad fara ad leggjast til svefns en er ad reydna ad komst yfir eitthvad af myndum jólanna og sortera. Alltaf gott ad fá langthrád frí frá skólanum um jólin og endurhlada batteryin, nú er bara ad hefja aftur námsbaslid :)