mánudagur, október 07, 2002

Nei, er ekki bloggerinn að vikra þrátt fyrir allt. Fékk alltaf einhver villuboð þannig að ég hélt að þetta væri ekki komið, en Bína klára benti mér á að þetta væri komið um daginn. Lá í leti um helgina. Fórum í afmæli til Lölu Biddnu[Svölu Birnu] sem er gaggala[tveggja ára] á laguardaginn, og má sjá nokkrar valdar myndir þaðan á myndasíðunni. Það fór allt vel fram, Svala fékk nóg af pökkum, ómælda athygli og engan frið. Síðan lágum við í leti það sem eftir lifði helgar, með viðkomu í HFN í gær, þar sem við fórum í mat í gær. Merkilegt hvað maður á einfallt með að borða mikið, held að ráð væri að fara að snúa þessu við og hugsa aðeins minna um mat en ég geri...eða ekki, he he he :)

Engin ummæli: