laugardagur, október 05, 2002

Ég efast stórlega um þessi færsla muni komast inn, þ.s. þessi, annars ágæti, blogger er aldrei að virka! Nú er a.m.k. 3 búið að dreyma fyrir að Bína sé ólétt, þannig að það er spurning?
Mætti ekki í bandý á miðvikudaginn sökum yfirdrifinnar þreytu, var spurður af 3 hvort ekki væri í lagi með mig þegar ég mætti í skólann. Þetta er í annað sinn sem ég missi af tíma, í hitt skiptið var ég á vakt í sumar og komst ekki....vonum að þetta gerist ekki aftur. Er núna búinn að hanga í Odda að dánlóda TO3 og brása netið, bara að drepa tíma þ.t. Devitos opnar kl. 13:00...eða þ.e. þeir eiga að opna þá. Í fyrra hækkaði hádegisverðartilboðið úr 500 í 600 krónur sem varð til þess að þeir græddu svo mikið, að ég held, að þeir hættu að vakna snemma á laugardögum til að gefa okkur svít svít pítsa.

Engin ummæli: