mánudagur, október 28, 2002

Hringdi í pabba[afa] í dag, í NMT símann hans, sem keyptur var handa honum svo hægt væri að ná í hann á ferðalögum sínum um fjörðinn, en sambandið er nú ekki merkilegt á þessum síma og veitir ekki jafn fullkomna öryggiskennd og dömubindi. Hann er staddur í borginni og ég sagðist ætla að hitta hann á morgun og láta hann fá diska sem móður mín á að fá. Hann fussaði þegar hann heyrði þetta, augljóslega ekki sáttur við að þurfa að berast með heilt matarstell yfir allt landið, en ég róaði hann og kom honum í skilning um að þetta væru aðeins DVD geisladiskar og þá varð þetta ekkert mál.

Engin ummæli: