sunnudagur, október 13, 2002

Fékk ég ekki bara bréf frá Braga í fyrrdag um að Stigel bjór væri kominn í reynslu í ríkinu...í gær fór ég og keypt mér kassa af þessu besa bjór í heimi, að ég held. Maður ætti eiginlega að auglýsa þetta til að tryggja að hann komist í gegnum reynsluna, enda ágætis bjór. Fór í upptöku fyrir Switch sjónvarpsauglýisngu hjá Apple Íslnandi, gaman verður að sjá hvað verður notað og hvernig þetta kemur út. Æfingar um helgina þannig að maður er ekkert að gera mikið annað, skólinn bíður, Bína fær ekki nóga athygli og aldrei fer maður að djamma =)

Engin ummæli: