sunnudagur, júní 21, 2015

Ráfað og rúllað í sólinni

Þessi voru með í göngutúr um norðurbæinn og eftir smá pásu og pælingar var ákveðið að rúlla sér niður brekkuna...það tók smá tíma og svo hlaupið aðeins um eftir alla snúningana þar sem allir voru vel ringlaðir...þarf ekki mikið til að skemmta sér í góða veðrinu =)

þriðjudagur, júní 16, 2015

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Það er alltaf gaman að skella sér í garðinn með alla með sér...leika sér í tækjunum, kíkja á dýrin og sóla sig aðeins...klappa kanínum...hoppa á ærslabelgnum...sveiflast um með Krakkafossi...klifra í Naglfarinu...skjóta tennisboltum...alltaf nóg að gera =)

laugardagur, júní 06, 2015

Óvissuferð krílanna 2015

Óvissuferð var haldin þar sem 4 óvissuþættir voru afhjúpaðir hver á fætur öðrum. Myndin að ofan er af fyrsta stoppinu hjá (litla) Vitanum í Hafnarfirði þar sem ferðin byrjaði á myndatöku. Svo var haldið áfram um nágrennið...Kleifarvatn, Seltún og Vatnaveröld og Skessuhellir ásamt því að næra okkur.

föstudagur, júní 05, 2015

Bjartur 11 ára

Afmlisstrákurinn var vakinn með söng og pökkum og var hinn ánægðasti að fá dróna í afmælisgjöf sem er núna hægt að leika sér með =)

fimmtudagur, júní 04, 2015

Afmælisveisla í LazerTag

Það var svaka stuð hjá Bjarti og bekkjarfélögum þegar farið var í LazerTag í Smáralindinni...öll komu þau vel sveitt og út keyrð eftir hasarinn og gæddu sér á smá kræsingum til að ná aftur upp vökva og orkutapi =)

sunnudagur, maí 31, 2015

Belgrade 2015


Áttum góða vinnufundi með vinnufélögum okkar í Belgrade í vikunni. Það var margt rætt og frábært að kynnast fólkinu sem er í sömu störfum þarna út og við oft í samskiptum við.
Borgin er frábær og ekki skemmdi fyrir að við tókum okkur einn auka dag þar sem túristuðumst um í frábæru veðri. Tókum leigubíl (sem svindlaði vel á okkur ;) í virkið þar sem við fórum í útsýniferð og fórum á stríðaminjasafnið þó svo að stelpurnar hafi nú ekki alveg nennt því að hanga of lengi þar og nutu bara sólarinnar.
Röltum niður "verslunargötuna" og duttum inná veitingastaði og búðir eins og okkur hentaði.
Okkur tókst svo að ramba beint á kirkjuna og þó svo að Sexy hafi ekki fengið að fara inn sökum of mikils bers holds þá fékk hann inngöngu á Frans sem við duttum nánast bara inná rétt fyrir neðan krikjuna (en þeir áfangastaðir höfðu einmitt verið á dagskránni hjá okkur).
Frábær ferð í alla staði =)

mánudagur, maí 25, 2015

Fjöruferð


Það að standa í fjörunni og öskra þegar að öldurnar koma "æðandi" er svo sérstaklega skemmtilegt...og enn meira þegar smáfólkið á hlut =)
Þegar flæðir að er bakkað með öskrunum...en um leið og þær fjara aftur út er farið aftur nær =)