föstudagur, janúar 31, 2003
Tókum ágætis æfingu í kvöld, Swank, þannig að ég er full þreyttur til að vera að fara að reikna svona eftir miðnætti. En þar sem ég fór nú ekki á fætur fyrr en kl. 8 í morgun þá er maður nú merkilega hress, enda gott að geta sofið svona út :)
Ekki nóg með það að ég sé þreyttur heldur er ég að fá svona crappdidillí svima, he he, það vaggar allt, skjárinn hristist frá hægri til vinsti...hel....mígreni, en þetta er nú líklegast bara járnskorturinn, ekki nógu duglegur að borða járn, þannig að ég verð að ná mér í járntöfulur áður en að þetta verður verra.
Ekki nóg með það að ég sé þreyttur heldur er ég að fá svona crappdidillí svima, he he, það vaggar allt, skjárinn hristist frá hægri til vinsti...hel....mígreni, en þetta er nú líklegast bara járnskorturinn, ekki nógu duglegur að borða járn, þannig að ég verð að ná mér í járntöfulur áður en að þetta verður verra.
miðvikudagur, janúar 29, 2003
Fékk aðgang að Íslendingabók í gær og var að skoða mig um þar. Reyndar er nú faðir minn ekki skráður fyrir mér, en það hlýtur allt að koma. Er nú ekki mikill áhugamaður um ættfræði, en gaman að kíkja upp ættartréið þangað til maður getur rekið ættir sínar til manna eins og Jón "pamfíll" Jónsson, Illugi "svarti" og Þrándur "mjögsiglandi". Verst þótti mér að nú komst að því að vera ekki beinn afkomandi Helgu hinnar fögur...en ég er a.m.k. sonur Helgu hinnar fögru þannig að verður bara að duga. Af hverju er þetta ekki við líði í dag??? Logi "nörd" Helguson, Logi "litli" Helguson, eins og Björn hinn mikli, ég held að þetta væri miklu skemmtilegra...sveitalíf er bara miklu skemmtilegra heldur en þetta borgalíf sem farið er að myndast á þéttbýlissvæðinu, það fólk sem hefur áhuga á því getur bara flutt úr bænum í stórborgir út í heim...eða maður flytur bara í sveitina, enda fer maður í HFN í sumar og það er nú svoldill sveitabragur þar sem betur fer.
sunnudagur, janúar 26, 2003
Vá, sumir eru orðinir svo miklir perrar að þeir eru bara komnir í hring og ég veit ekk hvort kalla má þetta perraskap lengur. Vinur minn sendi mér þessa mynd
sem er brot af möppum á heimasvæðinu mínu á háskólanum. Ég spurði hvers vegna hann væri að lesa yfir möppur hjá öðrum notendum og fékk þetta svar!
Lucky Bastich says:
hehe, er orðinn svo mikill perri að ég skoða ekki porn, heldur folder sem gætu innihaldið porn!!!
Svona verða menn þegar þeir eru langt gengnir :)
sem er brot af möppum á heimasvæðinu mínu á háskólanum. Ég spurði hvers vegna hann væri að lesa yfir möppur hjá öðrum notendum og fékk þetta svar!
Lucky Bastich says:
hehe, er orðinn svo mikill perri að ég skoða ekki porn, heldur folder sem gætu innihaldið porn!!!
Svona verða menn þegar þeir eru langt gengnir :)
fimmtudagur, janúar 23, 2003
Jæja, þá er maður byrjaður að vinna aftur. Er bara að klára 2 áfanga í skólanum þannig að það er tilgangslaust að hanga of mikið yfir því, en verst að missa af bandýtímunum. En alla vegana sér maður framá að geta borgað útborgunina á íbúðinni á árinu fyrst maður er kominn með innkomu. Förum á mánudaginn að skrifa undir kaupsamninginn, alltaf gaman að skella sér og borga nokkrar millu...hvað er það milli vina :)
Annars er bara rólegt hjá manni, vaknar klukkan 7, mættur í vinnu kl. 8 og kominn heimm 4-5, þá tekur við slökun...og matur...og tv...
Pössuðum reyndar hnoðmaurinn í gær þ.s. Lilja átti afmæli og þau fóru í bíó. Það var/er svo leiðinlegt veður, kalt og snjófok, að maður vill helst bara vera heima sofandi...eða a.m.k. undir sæng. Þess vegna nennti ég ekki að mæta í tíma áðan, ákvað bara að vera hérna í vinnunni, það er miklu þægilegra heldur en að vera á ferðinni.
Jæja, bla bla bla nóg um það...
Annars er bara rólegt hjá manni, vaknar klukkan 7, mættur í vinnu kl. 8 og kominn heimm 4-5, þá tekur við slökun...og matur...og tv...
Pössuðum reyndar hnoðmaurinn í gær þ.s. Lilja átti afmæli og þau fóru í bíó. Það var/er svo leiðinlegt veður, kalt og snjófok, að maður vill helst bara vera heima sofandi...eða a.m.k. undir sæng. Þess vegna nennti ég ekki að mæta í tíma áðan, ákvað bara að vera hérna í vinnunni, það er miklu þægilegra heldur en að vera á ferðinni.
Jæja, bla bla bla nóg um það...
mánudagur, janúar 20, 2003
Feitt pönk afmælispartý hjá Lilju í gær, þetta tókst rosalega vel upp og mjög gaman að því hvað mikið var af pönkurum á staðnum. Skelli inn myndum á morgun og þar má sjá ýmislegt skemmtilegt, en ég myndi aldrei nenna að vera pönkari, þetta er svo mikið mál með hárið, a.m.k. geimoddarnir sem ég og Bína gerðum, þeir voru svoldið mikið mál. Verst bara hvað maður hefur dregið úr bjórdrykkju, fór út með útskriftarhópnum 2002 á föstudaginn og drakk 3 bjóra og var bara farinn að finna vel á mér eftir það. Þetta er líka búið að vera slæmt ástanda á manni undanfarið, man ekki einu sinni hvenær ég keypti síðast bjór í ríkinu til að eiga heima...verð að fara að bæta mig, áramótarheitið að kaupa bjór...eða nei, ætla nú ekki að fara að strengja eitthvað heit sem ég er kanski ekkert að fara að standa við, en það þarf að fara að bæta þetta bjórleysi á heimilinu. Þegar við flytjum inn þá bætir maður það...vonum að við verðum komin í íbúðina seinnipart árs =)
fimmtudagur, janúar 16, 2003
Vorið farið að skýrast, ætli maður fari ekki að byrja að vinna og klára skólann með. Þetta er ekki nema einn stærðfræðikúrs sem ég þarf að taka og einn annar, þannig að þetta er ekki mjög mikil vinna. Byrja líklegast á mánudaginn hjá Vefsýn =)
Annars er eitthvað djöf... slím í hálsinum á mér sem er búið að vera þarna í nokkra daga, það er bara óþolandi að vera með einhvern skít.
Annars er eitthvað djöf... slím í hálsinum á mér sem er búið að vera þarna í nokkra daga, það er bara óþolandi að vera með einhvern skít.
laugardagur, janúar 11, 2003
föstudagur, janúar 10, 2003
He he, skrifaði "Logi á" á hálsinn á Bínu í gær, og hún gleymdi að hreinsa það, þannig að í skólanum í morgun var hún spurð hvort ég hefði veirð að teikna á hana, he he he.
Annars erum við að festa kaup á íbúð í HFN, þótt við munum ekki flytja inn strax, byrjum á að leigja, svona a.m.k. meðan ég er að klára skólann, auk þess erum við nú ekkert alltof rík =) en þetta verður bara gaman...sérstaklega þegar við loksins flytum inn :)
Skólinn að fara af stað, nú er bara að vera duglegur í stræðfræðinni og ljúka þessu námi, er að leita fyrir mér vinnu þ.s. ég þarf ekki að taka nema 7 einingar þá væri fínt að fá hlutastarf með skólanum...en m.v. kreppuna í dag þá er lítið að fá held ég, en það er allt í lagi að leita og vona :)
Tók loksins iPhoto myndaforritið frá Apple í notkun um jólin og var að redda því þannig að ég er sáttur. Það er snilldar forrit, get skipulagt allar myndir eins og ég vill, og exportað þeim eins og ég vill og búið til sögurbækur, eða minningabækur með myndum og texta o.fl. En vandamálið var að ég gat ekki exportað myndaalbúmum á netið í minn eigin html kóða, en fann viðbót sem komst næstum alla leið, betterHTMLExport, en það réð ekki við íslensku stafina þannig að ég þurfi að fara inn í kerfismöppu viðbótarinnar og vitir menn, var ekki skjal þar yfir html kóða stafasettsins, þannig að ég gerði mér lítið fyrir og bætti við því sem vantaði, rosalega er þægilegt þegar að forrit eru vel upp sett og maður getur fiktað í uppsetningum þeirra sjálfur.
Jæja, þessi uppgötvun hefur frestað svefntímanum aðeins þ.s. ég ætla að skella jólamyndunum á netið =)
Annars erum við að festa kaup á íbúð í HFN, þótt við munum ekki flytja inn strax, byrjum á að leigja, svona a.m.k. meðan ég er að klára skólann, auk þess erum við nú ekkert alltof rík =) en þetta verður bara gaman...sérstaklega þegar við loksins flytum inn :)
Skólinn að fara af stað, nú er bara að vera duglegur í stræðfræðinni og ljúka þessu námi, er að leita fyrir mér vinnu þ.s. ég þarf ekki að taka nema 7 einingar þá væri fínt að fá hlutastarf með skólanum...en m.v. kreppuna í dag þá er lítið að fá held ég, en það er allt í lagi að leita og vona :)
Tók loksins iPhoto myndaforritið frá Apple í notkun um jólin og var að redda því þannig að ég er sáttur. Það er snilldar forrit, get skipulagt allar myndir eins og ég vill, og exportað þeim eins og ég vill og búið til sögurbækur, eða minningabækur með myndum og texta o.fl. En vandamálið var að ég gat ekki exportað myndaalbúmum á netið í minn eigin html kóða, en fann viðbót sem komst næstum alla leið, betterHTMLExport, en það réð ekki við íslensku stafina þannig að ég þurfi að fara inn í kerfismöppu viðbótarinnar og vitir menn, var ekki skjal þar yfir html kóða stafasettsins, þannig að ég gerði mér lítið fyrir og bætti við því sem vantaði, rosalega er þægilegt þegar að forrit eru vel upp sett og maður getur fiktað í uppsetningum þeirra sjálfur.
Jæja, þessi uppgötvun hefur frestað svefntímanum aðeins þ.s. ég ætla að skella jólamyndunum á netið =)
mánudagur, janúar 06, 2003
Jæja, hvað var ég að bulla seinast...
Já, ég kom mér sem sagt suður aftur 28 des í stað 30, og kom Bínu að óvart :)
Síðan komu áramót og þau voru fín, vorum bara í Steinahlíðinni og fórum ekkert...nema heima að sofa einhverntíman, ég hafði engan áhuga á að fara niðrí bæ á þessum degi.
Við erum annars búin að vera að vesenast í íbúðarmálum og ætlum líklegast að láta verða af þessu, ætlum að kíkja aftur á íbúðina á morgun og erum að vinna í öðrum tengumm málum.
Annars er maður alveg út úr öllu, man ekkert hvað ég var/ætlaði að gera yfir höfuð og er svona að skríða í gang eftir hátíðarnar :)
Já, ég kom mér sem sagt suður aftur 28 des í stað 30, og kom Bínu að óvart :)
Síðan komu áramót og þau voru fín, vorum bara í Steinahlíðinni og fórum ekkert...nema heima að sofa einhverntíman, ég hafði engan áhuga á að fara niðrí bæ á þessum degi.
Við erum annars búin að vera að vesenast í íbúðarmálum og ætlum líklegast að láta verða af þessu, ætlum að kíkja aftur á íbúðina á morgun og erum að vinna í öðrum tengumm málum.
Annars er maður alveg út úr öllu, man ekkert hvað ég var/ætlaði að gera yfir höfuð og er svona að skríða í gang eftir hátíðarnar :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)