föstudagur, janúar 10, 2003

He he, skrifaði "Logi á" á hálsinn á Bínu í gær, og hún gleymdi að hreinsa það, þannig að í skólanum í morgun var hún spurð hvort ég hefði veirð að teikna á hana, he he he.

Annars erum við að festa kaup á íbúð í HFN, þótt við munum ekki flytja inn strax, byrjum á að leigja, svona a.m.k. meðan ég er að klára skólann, auk þess erum við nú ekkert alltof rík =) en þetta verður bara gaman...sérstaklega þegar við loksins flytum inn :)

Skólinn að fara af stað, nú er bara að vera duglegur í stræðfræðinni og ljúka þessu námi, er að leita fyrir mér vinnu þ.s. ég þarf ekki að taka nema 7 einingar þá væri fínt að fá hlutastarf með skólanum...en m.v. kreppuna í dag þá er lítið að fá held ég, en það er allt í lagi að leita og vona :)

Tók loksins iPhoto myndaforritið frá Apple í notkun um jólin og var að redda því þannig að ég er sáttur. Það er snilldar forrit, get skipulagt allar myndir eins og ég vill, og exportað þeim eins og ég vill og búið til sögurbækur, eða minningabækur með myndum og texta o.fl. En vandamálið var að ég gat ekki exportað myndaalbúmum á netið í minn eigin html kóða, en fann viðbót sem komst næstum alla leið, betterHTMLExport, en það réð ekki við íslensku stafina þannig að ég þurfi að fara inn í kerfismöppu viðbótarinnar og vitir menn, var ekki skjal þar yfir html kóða stafasettsins, þannig að ég gerði mér lítið fyrir og bætti við því sem vantaði, rosalega er þægilegt þegar að forrit eru vel upp sett og maður getur fiktað í uppsetningum þeirra sjálfur.

Jæja, þessi uppgötvun hefur frestað svefntímanum aðeins þ.s. ég ætla að skella jólamyndunum á netið =)

Engin ummæli: