mánudagur, janúar 20, 2003

Feitt pönk afmælispartý hjá Lilju í gær, þetta tókst rosalega vel upp og mjög gaman að því hvað mikið var af pönkurum á staðnum. Skelli inn myndum á morgun og þar má sjá ýmislegt skemmtilegt, en ég myndi aldrei nenna að vera pönkari, þetta er svo mikið mál með hárið, a.m.k. geimoddarnir sem ég og Bína gerðum, þeir voru svoldið mikið mál. Verst bara hvað maður hefur dregið úr bjórdrykkju, fór út með útskriftarhópnum 2002 á föstudaginn og drakk 3 bjóra og var bara farinn að finna vel á mér eftir það. Þetta er líka búið að vera slæmt ástanda á manni undanfarið, man ekki einu sinni hvenær ég keypti síðast bjór í ríkinu til að eiga heima...verð að fara að bæta mig, áramótarheitið að kaupa bjór...eða nei, ætla nú ekki að fara að strengja eitthvað heit sem ég er kanski ekkert að fara að standa við, en það þarf að fara að bæta þetta bjórleysi á heimilinu. Þegar við flytjum inn þá bætir maður það...vonum að við verðum komin í íbúðina seinnipart árs =)

Engin ummæli: