miðvikudagur, janúar 29, 2003
Fékk aðgang að Íslendingabók í gær og var að skoða mig um þar. Reyndar er nú faðir minn ekki skráður fyrir mér, en það hlýtur allt að koma. Er nú ekki mikill áhugamaður um ættfræði, en gaman að kíkja upp ættartréið þangað til maður getur rekið ættir sínar til manna eins og Jón "pamfíll" Jónsson, Illugi "svarti" og Þrándur "mjögsiglandi". Verst þótti mér að nú komst að því að vera ekki beinn afkomandi Helgu hinnar fögur...en ég er a.m.k. sonur Helgu hinnar fögru þannig að verður bara að duga. Af hverju er þetta ekki við líði í dag??? Logi "nörd" Helguson, Logi "litli" Helguson, eins og Björn hinn mikli, ég held að þetta væri miklu skemmtilegra...sveitalíf er bara miklu skemmtilegra heldur en þetta borgalíf sem farið er að myndast á þéttbýlissvæðinu, það fólk sem hefur áhuga á því getur bara flutt úr bænum í stórborgir út í heim...eða maður flytur bara í sveitina, enda fer maður í HFN í sumar og það er nú svoldill sveitabragur þar sem betur fer.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli