mánudagur, janúar 06, 2003

Jæja, hvað var ég að bulla seinast...

Já, ég kom mér sem sagt suður aftur 28 des í stað 30, og kom Bínu að óvart :)
Síðan komu áramót og þau voru fín, vorum bara í Steinahlíðinni og fórum ekkert...nema heima að sofa einhverntíman, ég hafði engan áhuga á að fara niðrí bæ á þessum degi.
Við erum annars búin að vera að vesenast í íbúðarmálum og ætlum líklegast að láta verða af þessu, ætlum að kíkja aftur á íbúðina á morgun og erum að vinna í öðrum tengumm málum.
Annars er maður alveg út úr öllu, man ekkert hvað ég var/ætlaði að gera yfir höfuð og er svona að skríða í gang eftir hátíðarnar :)

Engin ummæli: