laugardagur, maí 14, 2005

Kóngulærnar komnar á ról...

Þá hefur Kóngulóarbandið tekið aftur saman eftir góðan dvala. Í gær spiluðum við fyrir Víðistaðaskóla og höfðu þeir sem þarf voru gaman að, og merkilegt hvað krakkarnir gátu hoppað um en prógrammið er ekki af rólegra kantinum. Eftir 2 vikur verður svo rokkað í Fjarðarbyggð á Sjómannadagshelginni.
Bjartur er eitthvað að leika sér að hita öðru hvoru, og við erum með áhyggjur af því að eitthvað sé í eyrunum, en hann fiktar iðulega í þeim þegar hann er þreyttur og er einhver móðursýki í okkur( en þó aðallega honum því hann ER mömmusjúkur ). Styttist í sumarfrí í júní, en þá verður haldið uppá 1. árs afmælið á Seyðis hjá Helgu ömmu =)

föstudagur, maí 06, 2005

Hitchikerinn

Fórum á forsýningu á The Hitchhikers guide to the Galaxy á fimmtudaginn í góðra vina hóp. Hafði ætlað að taka Hall bróðir með mér, en hann komst ekki. Hann hefði átt það skilið að ég hefði boðið honum á myndina, þ.s. ég er búinn að vera með bókina hans í láni í nokkur ár...mörg ár =)
Myndin var nokkuð skemmtileg, sérstaklega ef maður hafði lesið bókina( en ekki nýlega, þá hefði maður ábyggilega verið pirraður á hlutum sem breytt var og sleppt ). Marvin var nú reyndar ekki alveg að ná að skila sér í gegn í myndinni, enda nennir fólk varla að hluta á þunglynt vélmenni í langan tíma. Ekki er alveg vitað hvernig leikkonan sem leikur Trillian fékk hlutverkið, en ábyggilega ekki fyrir leikhæfileika sína, hún var áberandi slæm. En myndin lúkkaði vel og hélt ágætist dampi, þótt hún hafi verið síðri eftir hlé.