laugardagur, maí 14, 2005

Kóngulærnar komnar á ról...

Þá hefur Kóngulóarbandið tekið aftur saman eftir góðan dvala. Í gær spiluðum við fyrir Víðistaðaskóla og höfðu þeir sem þarf voru gaman að, og merkilegt hvað krakkarnir gátu hoppað um en prógrammið er ekki af rólegra kantinum. Eftir 2 vikur verður svo rokkað í Fjarðarbyggð á Sjómannadagshelginni.
Bjartur er eitthvað að leika sér að hita öðru hvoru, og við erum með áhyggjur af því að eitthvað sé í eyrunum, en hann fiktar iðulega í þeim þegar hann er þreyttur og er einhver móðursýki í okkur( en þó aðallega honum því hann ER mömmusjúkur ). Styttist í sumarfrí í júní, en þá verður haldið uppá 1. árs afmælið á Seyðis hjá Helgu ömmu =)

Engin ummæli: