miðvikudagur, janúar 26, 2005
Bóndadagurinn og góð helgi
Á bóndadaginn fóru mæðginin uppí bústað án mín. Ég átti nú svoldið efritt að sætta mig við það, en var ekki tilbúinn að fórna bandýtíma á laugardagsmorgninum. Kalladagurinn fór í að hitta Vefsýnarmenn og spila Axis&Allies, sem kláraðist reyndar ekki þar sem það var útséð að þyrfti meiri tíma en eitt kvöld, aðallega vegna þess hve ég var lengi að gera, enda var ég bæði með rússa og kanann þ.s. við vorum bara 4. Það var ákaflega gott að koma heima á bóndadagskvöldi(nóttu) og eiga skúffuköku frá henni Bínu minni og kalda mjólk, það var sárabót því ég fór einn í rúmið. Á laugdardeginum brunaði ég svo í bústaðinn til Lilju&Tóta þar sem afmælisveisla var hjá Lilju. Eftir afmæliskaffið fór Bjartur í pössun hjá Möllu og restin út á vatn sem var frosið. Þar var geyst um á snjósleða, látið draga sig á slöngu aftan í jeppanum og leikið sér að fjarstírðum bensínbíll. Sá fjarstírði fannst mér alveg meiriháttar og Bína skildi ekkert í því hvað ég hafði gaman að keyra honum í endalausa hringi...hef varla hugmynd um það sjálfur, mér fannst það bara svaka stuð =) Svo endaði kvöldið í potti með bjór og varð lítið um svefn þessa helgi sem ég virðist vera að taka út þessa dagana því ekki hef ég verið árrisull það sem af er vikunni.
þriðjudagur, janúar 11, 2005
Ótrúleg mynd
Við skelltum okkur loksins á the Incredibles í vikunni. Ég var afskaplega sáttur við mynda frá upphafi til enda. Það eina sem ég gat sett út á var að þegar henni lauk þá hefði ég alveg viljað stija í 2 tíma í viðbót því mér fannst eins og myndin væri bara rétt að byrja. Það er ekki oft sem ég vonast eftir framhaldi af mynd, en ég vona svo sannarlega að það komi framhald af þessari "ótrúlegu" mynd, sérstaklega þar sem ég er mikill teiknimyndakall =)
Þeir hjá Pixar mega eiga það að þeir kunna að gera "tölvugerðar"-teiknimyndir, enda nota þeir nú makka ;)
Þeir hjá Pixar mega eiga það að þeir kunna að gera "tölvugerðar"-teiknimyndir, enda nota þeir nú makka ;)
miðvikudagur, janúar 05, 2005
iPod jól
Fékk kallinn ekki bara iPod Photo frá sinni heittelskuðu í jólagjöf. Mig hefur dreymt um eitt stykki iPod í þó nokkuð langan tíma en átti nú ekki von á að Bína færi að spandera í svona dýra gjöf, en svona er hún nú góð við kallinn sinn =)
Fékk græjuna í hendurnar í gær og get ekki sagt annað en að ég sé sáttur. Það er frábært að hafa alla tónlist á sér hvert sem maður fer og harðan disk í leiðinni...og það skemmir ekkert að hafa myndir líka til að skoða. Tækið er búið að vera í gangi nánst í allan dag og enn ekki orðinn rafmagnslaus, enda á líftími rafhlöðunnar að vera 15 tímar sem er ágætt.
Tóti var einn í tölvulandi og Logi er einn í Apple landi...held ég sé með Applemania á of háu stigi. Reyni nú að vera ekki of æstur yfir þessu tæki, það er margt annað skemmtilegra þótt þetta sé skemmtilegt dót. En þetta er nú eitt af fáum gæðamerkjum í heiminum og vel virði hverrar...allra krónanna sem vörur þeirra kosta :)
Fékk græjuna í hendurnar í gær og get ekki sagt annað en að ég sé sáttur. Það er frábært að hafa alla tónlist á sér hvert sem maður fer og harðan disk í leiðinni...og það skemmir ekkert að hafa myndir líka til að skoða. Tækið er búið að vera í gangi nánst í allan dag og enn ekki orðinn rafmagnslaus, enda á líftími rafhlöðunnar að vera 15 tímar sem er ágætt.
Tóti var einn í tölvulandi og Logi er einn í Apple landi...held ég sé með Applemania á of háu stigi. Reyni nú að vera ekki of æstur yfir þessu tæki, það er margt annað skemmtilegra þótt þetta sé skemmtilegt dót. En þetta er nú eitt af fáum gæðamerkjum í heiminum og vel virði hverrar...allra krónanna sem vörur þeirra kosta :)
laugardagur, janúar 01, 2005
Nýtt ár gengið í garð
Hátíðirnar hafa verið afskaplega góða, sérstaklega í ljósi þess að ég hef verið heima í orlofi í desember( maður væir nú alveg til í að geta tekið góð frí í desember í framtíðinni, þótt það verði nú líklega sjaldnast á það kosið ). Jólin voru haldin hátíðleg á Burnkavöllunum og var pakkaflóðið full mikið þ.s. við þurfum að opna pakkana hans Bjarts( og hann féll nóg af þeim ). Hann var í svaka stuði fram eftir kvöldi og endurtók leikinn á völlunum á Gamlárskvöldinu í gær. Við vorum frekar spök í gær og fórum bara heim fljótlega uppúr miðnætti. Enda vorum við búin að vera á fullu allan daginn að gera herbergið hans Bjarts tilbúið og flytja tölvuna inní svefnherbergi. Þannig að í nótt svaf kallinn í sínu eigin herbergi og var bara sáttur. Nýársdagurinn hefur einkennst af svefn hjá mæðginum. Þau fóru á fætur kringum 10 í morgun og tóku svo góðan þriggja tíma svefn frá hádegi. Ætli dagurinn verði ekki bara áfram haldinn hátíðlegur heima fyrir í innibuxum og ekki verra að það er nammidagur =)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)