Fékk kallinn ekki bara iPod Photo frá sinni heittelskuðu í jólagjöf. Mig hefur dreymt um eitt stykki iPod í þó nokkuð langan tíma en átti nú ekki von á að Bína færi að spandera í svona dýra gjöf, en svona er hún nú góð við kallinn sinn =)
Fékk græjuna í hendurnar í gær og get ekki sagt annað en að ég sé sáttur. Það er frábært að hafa alla tónlist á sér hvert sem maður fer og harðan disk í leiðinni...og það skemmir ekkert að hafa myndir líka til að skoða. Tækið er búið að vera í gangi nánst í allan dag og enn ekki orðinn rafmagnslaus, enda á líftími rafhlöðunnar að vera 15 tímar sem er ágætt.
Tóti var einn í tölvulandi og Logi er einn í Apple landi...held ég sé með Applemania á of háu stigi. Reyni nú að vera ekki of æstur yfir þessu tæki, það er margt annað skemmtilegra þótt þetta sé skemmtilegt dót. En þetta er nú eitt af fáum gæðamerkjum í heiminum og vel virði hverrar...allra krónanna sem vörur þeirra kosta :)
miðvikudagur, janúar 05, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli