þriðjudagur, desember 31, 2013

Annáll 2013


Ég hef gaman af því að fara yfir liðið ár og rifja upp helstu atriði. Ár er stærsta tímaeining sem ég nota og því finnst mér þetta alltaf skemmtilegt að fara yfir myndir ársins sem og allar blog-færslurnar hér.

Það virðist alltaf verða meira og meira að gera og minni og minni tími, enda ekki að búast við öðru þegar þessi 4 yndislegu börn stækka með hverju árinu. Ekki hjálpaði veikindatíð sem stóð síðasta vetur og vonandi verður aldrei aftur svona mikið af veikindum á heimilinu en Sindri átti erfitt að ná sér í ról og náði yfirleitt í eitthvað í hverjum mánuði.

Í upphafi árs var ég fenginn í smá Agile innleiðingu og hélt síðan námskeið um vorið sem heppnaðist vel og mjög lærdómsríkt. Auk þess var ég í stóru verkefni sem tók góðan tíma frá öðru stóran hluta af árinu en var jafnframt mjög skemmtilegt að halda utan um það og vinna í teyminu sem sá um það þó svo að vinnutíminn hafi oft ekki verið mjög fjölskylduvænn ;)
Einnig komst ég á námskeið hjá manni sem ég er búinn að vera að bíða eftir að kæmi aftur til landsins ;)

Þannig að draumar um frí áttu alveg rétt á sér. Helgamma kom um páskana sem var afskaplega notalegt og mörgum fannst erfitt að horfa á eftir henni í flugvélina.
Við skelltum okkur svo á Seyðisfjörð snemma um sumarið til að ná afmæli hjá Degi sem var ánægjulegt að hafa náð og náðum líka smá sól sem var ekki mikið að sýna sig fyrri sunnar. Skoðaði Tvísöng sem ég hafði aldrei séð og hafi séstaklega gaman af því að sjá hann líka hinu megin úr firðinum...svona eins og Barbapabbahús í fjallinu ;)
Fjallaskokk með Monsa var mjög skemmtilegt og hlakka ég til að taka það aftur næsta sumar.
Fjallaferð með Frænku í Lundarfarinu, afmælishátíð Hugins og gjörningur, dagsferð í Skálanes og margar góðar stundir í þessu annars frekar stutta fríi þar sem ég átti ekki mikið frí inni.

Réðst á baðið einn daginn sem var alveg kominn tími á...en þær framkvæmdir sem voru planaðar kláruðust nú ekki á árinu þannig að þetta verður nokkra ára framkvæmd =)

Ári eftir Brúðkaupspartýið skelltum við okkur í kósy ferð bara tvö sem var einstaklega notalegt.
Okkur tókst líka að hitta fólk og stunda smá félagslíf þar sem við fórum meðal annars 2 óvissuferðir, helgarferð í Veiðileysu og Hrekkjavöku.

Jólin komu svo í öllu sínu veldi þar sem dagatöl fjöskyldunnar, Bínu og mitt töldu niður dagana til jóla og áttum við gott jólafrí þar sem sleðaferðir og notalegheit voru ríkjandi.
Krílin kvöddu svo árið á Sævanginum í góðu yfirlæti og umkringd yndislegu fólki og áramótasprengjum sem krakkarnir fengu að skjóta upp...og Dagný reyndar aðeins of æst í þeim málum. Þegar að stóra kakan var komin út á götu var hún allt í einu búin að redda sér eld á stjörnublys og farin að kveikja á áður en að nokkur gat stoppað hana. Það fór þó allt vel og árið gekk í garð eins og önnur =)

B&L í lok árs 2013

Nokkrar sekúndur frá 2013


Hér er smá brot af 2013 í formi sekúndna sem er skeytt saman...ætla nú ekkert að taka sérstaklega fram hvaða forrit þetta var þar sem það er hálfgert drasl og ég mun ekki notað það aftur...en gaman að gera svona úttekt í þessu formi =)

Gámlársdagur


Rétt áður en við fórum í til Möllu&Þrastar á gamlárs náðum við mynd af okkur. Það er nú ekki alltaf sem við munum eftir því og ekki alltaf sem það tekst heldur að framkvæma það ;)

sunnudagur, desember 29, 2013

Sleðaferðir


Einstaklega vel hefur viðrað til sleðaferða og höfum við náð nokkrum ferðum. Stelpurnar hafa verið duglegastar að fara og náðum við einni ferð þar sem allir voru saman í dag. Brekkunar hjá Víðistaðatúni eru helsti staðurinn þar margir eru yfirleitt að renna og lítið sem hægt er að klessa á. Færið er reyndar aðeins of gott, búið að vera smá blautt og frysta þannig að það er ekkert sérstklega auðvellt að fóta sig...eða þægilegt þegar dottið =)

fimmtudagur, desember 26, 2013

Jólaboð á 2. í jólum


Það er árlegt jólaboð hjá Bödda&Bekku á annan í jólum þar sem systurnar og fjölskyldur mæta + Balli afi.
Það er alltaf gaman að hittast og einnig alltaf gaman að fá hangikjöt (sérstaklega ef það er bara einu sinni ;) Ekki verra þegar það eru nokkrar tegundir í boði og hægt að smakka munninn. Síðan er alltaf eitthvað fleira á boðstólum sem er hægt að gæða sér af...enda eru jólin til þess ;)

Síðan er alltaf sest til við Trivial keppni. Yfirleitt er það nú stelpur vs. strákar en á ár var einnig bætt við ungir vs. aldnir. Það var skemmtileg nýbreytni...en það er nú yfirleitt skemmtilegra í kynakeppninni þar sem þar er rifist svo skemmtilega mikið ;)

þriðjudagur, desember 24, 2013

Aðfangadagur 2013


Um morguninn fórum við að vanda til tengdó í morgunkakó. Þó svo við náum nú ekki að vera eldsnemma á ferðinni þá náðum vel við fyrir hádegi ;)
í hádeginu var það möndlugrautur en skammturinn var nú ekki stór þar sem ég bauð ekki uppá hann á Þorláksmessu í ár. Yfirleitt hef ég gert það til að fá þá í heimsókn sem eiga hjá mér pakka...en þar sem flestir voru komnir til skila þá sleppti ég þessu í ár...en passaði nú samt að elda nóg til að geta borðað í amk 2 daga ;)
Fjölskyldufólk kom svo í smá aðfangadagsheimsókn til tengdó með pakka og síðan heldum við heim á leið til að byrja að elda.
Allir voru klæddir, búið að leggja á borðið og við sest klukkan sex þegar að jólin gengu í garð.
Pakkar fylgdu svo eftir mikið át hjá þeim sem gáfu sér tíma í það og tókst okkur að komast nokkur greiðlega í gegnum þá.
Sumir voru orðnir þreyttir og þegar nokkrir tímar voru eftir af deginum voru flestir dottnir útaf.
Ánægjulegur dagur að vanda =)

fimmtudagur, desember 19, 2013

Sindri 3 ára


Hann er alltaf sami kallinn og grallarinn hann Sindri. Jafnframt er hann alltaf mesta barnið enda er hann borinn saman við hina litlu snillingana ;) En hann átti nú erfitt ár að baki þar sem hann var allt of reglulega veikur en hefur verið mun betri eftir sumar ( og fiskleysi ) þannig að þetta er allt á réttri leið.

En hann kann að stjórna fólkinu í kringum sig og fær yfirleitt það sem hann vill...með góðu eða með sínum leiðum ;)

þriðjudagur, desember 03, 2013

Jóladagatal Bínu 2013


Bína hefur undanfarin ár gefið mér bjór-jóladagatal og það var víst lögnu kominn tími til að ég útbjó dagatal handa henni líka =)

Ég fann útklippanlega pakka á netinu og rétt fyrir desember fór ég í að klippa þá út. Það hefði ég betur gert fyrr því þetta var mun meira verk ég hafði gert ráð fyrir og var ég langt fram á nótt að koma þessu öllu saman...en lærði líka í leiðinni að í hönnunina vantaði "vængi/flipa" á hliðarnar á lokinu sem ég bætti við og urðu kassarnir þá mun lokanlegri.

Það var því súkkulaði og annað góðgæri sem hún fékk á hverjum degi...og síðan var síðasti pakkinn með smá auka =)

mánudagur, desember 02, 2013

Jóladagatal Loga 2013


24 innpakkaðir...einn dag...þetta er hluti af jólunum & því að eiga yndislega konu =) Hún fékk meira að segja smá innanbúðaraðstoð í ár þannig að það ættu allir jólabjórarnir að hafa náð í pakkana...spennandi að sötra á þessu og sjá hver stendur uppi sem sigurvegarinn í ár ;)

sunnudagur, desember 01, 2013

Jóladagatal Krílanna 2013

Dagatalið í ár voru útklippt snjókorn yfir fjölskyldunni. Hver snjókorn var klippt út og allir lituðu sig í fjölskyldunni, snjókornin merkt og miðar með skemmtilegum atriðum sem fjölskyldan á að gera smeygt í gegnum götin og síðan sjókorn rifið uppá hverjum morgni af spenntum krökkum ;)

Þetta er alltaf skemmtilegur undirbúningur fyrir jólin og margt sem við tökum uppá vegna þessa sem hefði annars aldrei verið gert...þannig að Bínu gerir jólin enn skemmtilegri hjá okkur =)

Þessi hugmynd fór meira að segja í fjöldaframleiðslu hjá vinafólki okkar fyrir jólin, þar sem sjókallinn frá því í fyrra var fyrirmyndin og gaman að sjá góða hugmynd komast inní fleiri fjölskyldur.