Dagatalið í ár voru útklippt snjókorn yfir fjölskyldunni. Hver snjókorn var klippt út og allir lituðu sig í fjölskyldunni, snjókornin merkt og miðar með skemmtilegum atriðum sem fjölskyldan á að gera smeygt í gegnum götin og síðan sjókorn rifið uppá hverjum morgni af spenntum krökkum ;)
Þetta er alltaf skemmtilegur undirbúningur fyrir jólin og margt sem við tökum uppá vegna þessa sem hefði annars aldrei verið gert...þannig að Bínu gerir jólin enn skemmtilegri hjá okkur =)
Þessi hugmynd fór meira að segja í fjöldaframleiðslu hjá vinafólki okkar fyrir jólin, þar sem sjókallinn frá því í fyrra var fyrirmyndin og gaman að sjá góða hugmynd komast inní fleiri fjölskyldur.
sunnudagur, desember 01, 2013
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli