þriðjudagur, desember 24, 2013

Aðfangadagur 2013


Um morguninn fórum við að vanda til tengdó í morgunkakó. Þó svo við náum nú ekki að vera eldsnemma á ferðinni þá náðum vel við fyrir hádegi ;)
í hádeginu var það möndlugrautur en skammturinn var nú ekki stór þar sem ég bauð ekki uppá hann á Þorláksmessu í ár. Yfirleitt hef ég gert það til að fá þá í heimsókn sem eiga hjá mér pakka...en þar sem flestir voru komnir til skila þá sleppti ég þessu í ár...en passaði nú samt að elda nóg til að geta borðað í amk 2 daga ;)
Fjölskyldufólk kom svo í smá aðfangadagsheimsókn til tengdó með pakka og síðan heldum við heim á leið til að byrja að elda.
Allir voru klæddir, búið að leggja á borðið og við sest klukkan sex þegar að jólin gengu í garð.
Pakkar fylgdu svo eftir mikið át hjá þeim sem gáfu sér tíma í það og tókst okkur að komast nokkur greiðlega í gegnum þá.
Sumir voru orðnir þreyttir og þegar nokkrir tímar voru eftir af deginum voru flestir dottnir útaf.
Ánægjulegur dagur að vanda =)

Engin ummæli: