mánudagur, desember 02, 2013

Jóladagatal Loga 2013


24 innpakkaðir...einn dag...þetta er hluti af jólunum & því að eiga yndislega konu =) Hún fékk meira að segja smá innanbúðaraðstoð í ár þannig að það ættu allir jólabjórarnir að hafa náð í pakkana...spennandi að sötra á þessu og sjá hver stendur uppi sem sigurvegarinn í ár ;)

1 ummæli:

Logi Helgu sagði...

einstök dobblebock - Jólin eru byrjuð þegar þessi lendir á tungunni :)

royal xmas blá dós - Alltaf jólafílingur þó hann sé í dós en samt eitthvað bragð sem ég vil ekki of miklð af þannig að lítill er fínn ;)

öb jóla bjór - Vel litaður, bragðgóður og jólakeimur. Sannkallaður hátíðarbjór.
jóla bock - Smá jólafílingur en annars lítið að segja um hann, hvorki slæmt né gott...sem telst jafnvel bara gott.

Gæðingur jólabjór - Ég er spenntur...einn sá besti síðustu ár en stóð ekki undir væntingum í ár...eitthvað allt öðru vísi bragð en ég átti von á.

albani julebryg - Æ, ekki nógu skemmtilegur...

Ö Jóla Bjór - ...ætla að geyma þennan aðeins ;)

Fullers Old Winter Ale - rosalega góður...bara mikil samkeppni við Ölvisholt um besta bjórinn í ár...verst að ég missti helminginn af honum í gólfið í öðru uppáhalds bjórglasinu mínu (og finn ekki hitt)...

royal xmas - blá dós, átti ekki möguleika á miklu þar sem hann var opnaður í kjölfarið á nr. 8 :|

Einstök Dobbelbock - Meiri jól...annað sætið.

Egils Jóla Bjór - Þokkalegasti bjór en mér fannst flaskan og límmiðinn betri en bjórinn.

Thule Jólabjór - Skemmtilega stolin framsetning á dósinni og Tuborg Jólabjórinn er búinn að vera með í mörg ár. Pakkningin er betur heppnuð en bjórinn ;)

Stúfur - léttur en samt svo mikið jólabragð (enda búið að blanda slatta af jólum út í hann ;)
Steðji - fínn...átti ekki von á miklu =)
mikkeler hoppy - Æðislegt að fá humlabjór

maltbjór - Stendur alveg undir nafni...en fyrir jólin fæ eg mer frekar appmalt en goð viðbit i floruna ig þa sem vilja fa afengi aftur i maltið ;)

to öl snowball - Ipa ogeðslega góður

einstök dobblebock...nr. 2 í ár?
Stúfur...fínt að fá annað smakka
Giljagaur 14.1, 10% eikarþroskað barleywine...hef ekki enn týmt að smakkann ;)