mánudagur, október 28, 2002

Hringdi í pabba[afa] í dag, í NMT símann hans, sem keyptur var handa honum svo hægt væri að ná í hann á ferðalögum sínum um fjörðinn, en sambandið er nú ekki merkilegt á þessum síma og veitir ekki jafn fullkomna öryggiskennd og dömubindi. Hann er staddur í borginni og ég sagðist ætla að hitta hann á morgun og láta hann fá diska sem móður mín á að fá. Hann fussaði þegar hann heyrði þetta, augljóslega ekki sáttur við að þurfa að berast með heilt matarstell yfir allt landið, en ég róaði hann og kom honum í skilning um að þetta væru aðeins DVD geisladiskar og þá varð þetta ekkert mál.

laugardagur, október 26, 2002

Nörd kíkti í Applebúðina í gær, fínast vísindaferð, þrátt fyrir að bjórinn hafi klárast um leið og við fórum, þá slapp þetta til. Ekki amarlegt að sjá sjónvarpsauglýisngu með sjálfum sér =)
Nú er maður farinn að hugsa til Jólanna í ár, hvar maður verður niðurkominn og svona...á nú samt erfitt með að sjá mig fyrir mér annars staðar heldur en heima á Seyðisfirði, en maður þó aldrei, þarf samt að fara að hitta fjölskylduna, hef ekki hitt Dagsfólk síðan seinustu jól, og það er nú frekar lélegt.

fimmtudagur, október 24, 2002

Allaf, einu sinni í viku, tekur maður sig til og étur yfir sig...miðvikudagskvöldspizzayfirTV, fínt sjónarp á miðvikudögum, Futurama og Star Trek :) er orðinn nokkuð sáttur við pizzurnar mína, þær eru álitlegar í munn...eins og svo margt annað :)
Dundandi mér frameftir...eins og oft áður, en verst hvað maður eyðir litlum tíma í námið...orðinn aðeins of þreyttur á þessu, eins gott að maður fari að klára þetta blessaða nám og aðeins breyta til.
Aldrei kemst maður heim, þ.s. ekki er ég tilbúinn að missa af bandý...verð víst að missa af einum tíma í nóv. þ.s. áætlað er að fara í bústað...he he, fíla hvað ég er orðinn gamall...og hlæ inní mér =)

mánudagur, október 21, 2002

Vá, bara slatta flunnur í gærmorgun, en búinn a› hrista fla› af mér uppúr hádegi, samt eftir mig fla› sem var eftir af degi. Fórum í mat í HFN, fengum fínasta kjúklingarétt. Sí›an var æfing um kvöldi›, aldrei a› vita nema vi› náum a› komast yfir meirihlutann af lögunum fyrir áramót?

sunnudagur, október 20, 2002

Kominn heim...af "djamminu". Tókum pókerkvöld #11, fla› var fínt, smá drykkjuleik bætt inní og allir í gó›um fíling. Sí›an splitt›ust menn upp og svona, ekki nógu samr‡mdum hópur, eins og oft á›ur. Krossinn stó› f. sí›nu, gó›ur bjór, hræ›ilegur trúbbi, fullt fólk, og fólk sem ma›ur flekkti, annars er minn bara kominn heim og farinn a› lúlla =)

miðvikudagur, október 16, 2002

Mmmm....pöntuðum pizzu í kvöld, þ.s. ég nennti ekki að elda og ágætis tilboð hjá Hut. Við vorum sein fyrir en þegar við komum var Suprímin ekki kominn inní ofininn, þannig að við fengum bara ísbox í hendurnar og fengum að bíða. Þegar pizzan kom svo var okkur bara afhend hún og við fengum okkur ís í boxið og fórum...veit ekkert hvort við áttum að borga fyrir þetta eða ekki, a.m.k. gerðum við það ekki, enda rétti hún okkur pizzuna, en kallaði okkur ekki að afgreiðsluborðinu þannig að allir hljóta að vera sáttir, a.m.k. vorum við glöð þannig að við vorum ekki að pirrast yfir því að fá pizzuna seint.

Hvað er með þennan gerfiheim...þoli ekki föt sem rafmagna mig!

sunnudagur, október 13, 2002

Fékk ég ekki bara bréf frá Braga í fyrrdag um að Stigel bjór væri kominn í reynslu í ríkinu...í gær fór ég og keypt mér kassa af þessu besa bjór í heimi, að ég held. Maður ætti eiginlega að auglýsa þetta til að tryggja að hann komist í gegnum reynsluna, enda ágætis bjór. Fór í upptöku fyrir Switch sjónvarpsauglýisngu hjá Apple Íslnandi, gaman verður að sjá hvað verður notað og hvernig þetta kemur út. Æfingar um helgina þannig að maður er ekkert að gera mikið annað, skólinn bíður, Bína fær ekki nóga athygli og aldrei fer maður að djamma =)

miðvikudagur, október 09, 2002

Vá vá vá, þreyttur þreyttur þreyttur...var að fara yfir Swank prógrammið, laga og lita og fl., en ætti að vera farinn að sofa. Bína sofnuð, spjallaði aðeins við mig uppúr svefni áðan, var að segja hvað það væri erfitt að prenta á svona beyglaðan pappír...? Jæja, enn einn dagurinn sem maður fer seint að sofa og á að vakna kl 8...eftir 6 tíma.... :)

mánudagur, október 07, 2002

Nei, er ekki bloggerinn að vikra þrátt fyrir allt. Fékk alltaf einhver villuboð þannig að ég hélt að þetta væri ekki komið, en Bína klára benti mér á að þetta væri komið um daginn. Lá í leti um helgina. Fórum í afmæli til Lölu Biddnu[Svölu Birnu] sem er gaggala[tveggja ára] á laguardaginn, og má sjá nokkrar valdar myndir þaðan á myndasíðunni. Það fór allt vel fram, Svala fékk nóg af pökkum, ómælda athygli og engan frið. Síðan lágum við í leti það sem eftir lifði helgar, með viðkomu í HFN í gær, þar sem við fórum í mat í gær. Merkilegt hvað maður á einfallt með að borða mikið, held að ráð væri að fara að snúa þessu við og hugsa aðeins minna um mat en ég geri...eða ekki, he he he :)

laugardagur, október 05, 2002

Ég efast stórlega um þessi færsla muni komast inn, þ.s. þessi, annars ágæti, blogger er aldrei að virka! Nú er a.m.k. 3 búið að dreyma fyrir að Bína sé ólétt, þannig að það er spurning?
Mætti ekki í bandý á miðvikudaginn sökum yfirdrifinnar þreytu, var spurður af 3 hvort ekki væri í lagi með mig þegar ég mætti í skólann. Þetta er í annað sinn sem ég missi af tíma, í hitt skiptið var ég á vakt í sumar og komst ekki....vonum að þetta gerist ekki aftur. Er núna búinn að hanga í Odda að dánlóda TO3 og brása netið, bara að drepa tíma þ.t. Devitos opnar kl. 13:00...eða þ.e. þeir eiga að opna þá. Í fyrra hækkaði hádegisverðartilboðið úr 500 í 600 krónur sem varð til þess að þeir græddu svo mikið, að ég held, að þeir hættu að vakna snemma á laugardögum til að gefa okkur svít svít pítsa.

miðvikudagur, október 02, 2002

Aldrei virðist þetta blogg vera að virka, >: Siggi veikur í gær þannig að það var engin æfing, en þær eru nú komnar á fastákveðna tíma. Nú þurfum við reyndar að redda okkur græjum og svona, $. Búið er að sparka Bínu út, Balli farinn að færa út kvíjarnar og taka yfir herbergi. Ég og BIV fórum á runktinn og sund í gær, í staðin fyrir æfingu, og kíktum síðan á Monsa og BIV lagaði uppsetninguna á tölvunni hans sem ég hafði skilið eftir :)