laugardagur, júlí 28, 2007
Steggjun 2007
Siggi spæder steggjaður í dag. Okkur tókst að finna ýmsar þrautir sem voru ekki efstar á óskalista hjá kappanum en hann stóð sig nokkuð vel. Ágrip á herlegheitunum má sjá hér.
miðvikudagur, júlí 18, 2007
Gautaborg 2007
Fjölskyldan vaknaði um miðja nótt við misjafnar undirtektir barnanna. Sunna var kát að vanda en Bjartur vildi bara halda áfram að sofa og geri það svo lengi sem hann gat áður en haldið var út á flugvöll. Mættum rétt fyrir flug og enduðum á því að hlaupa inní vél til að missa ekki af henni. Þriggja tíma flugið út tók fljótt af og auðveldaði mikið að fámennt var í vélinni og gátum við dreift úr okkur eins og við vildum.
Á flugvellinum í Gautaborg fórum við beinustu leið og sóttum bílaleigubílinn og lögðum af stað eftir að hafa lært á bílstólinn hans Bjarts, sem tók okkur reyndar góðan tíma. Við vorum vel búin leiðbeiningum um hvernig ætti að komast á leiðarenda til Palla&Erlu en tókst þrátt fyrir það að villast af leið. En við höfðum fengið fínar leiðbeiningar sem að redduðu okkur fljótt og örugglega til þeirra á endanum. Milt og gott veður passaði ákaflega vel til að sjá borgina í fyrsta sinn, þó að hún minnti mig nú meira á sveit heldur en borg þar sem við fórum um í fyrsta sinn.
Hverfið sem þau búa í kom afskaplega vel fyrir. Bílastæðið fyrir ofan og síðan er gengið inní íbúðarhverfið fyllt af endalausum raðhúsaröðum, trjám, runnum, barnaleikvöllum og Sænska fánann má sjá á öðru hverju húsi. Húsið þeirra var mjög huggulegt og gaman að sjá hvað þau voru búin að koma sér vel fyrir á þessum fáum mánuðum.
Bjartur og Óðinn Bragi duttu strax í leik og vissum við varla af þeim það sem eftir var ferðarinnar ;)
Þriðjudagurinn 10. júlí 2007
Sólin kíkti gegnum skýin og við fórum niðrí miðborg Gautaborgar. Við fylgdum P&E eftir niðri bæ og undruðumst hversu kunnug þau virtust vera orðin götuskipulaginu sem var okkur óskiljanlegt að öllu leiti. Tókum heljarinnar göngu um miðbæinn og kíktum í búðir sem urðu á leið okkar.
Tímatal í Svíþjóð virðist miðað út frá vikum frekar en dögum, og hefðum við því sagt að við værum í fríi í Svíþjóð í 28. viku.
Miðvikudagurinn 11. júlí 2007
Hellirigning tók á móti okkur um morguninn og var ákveðið að fara í Universeum vísindasafnið. Brunað niðri miðbæ og drifum okkur inn á safnið úr dembunni. Margt fróðlegt að sjá í safninu og strákarnir höfðu gaman að dýrunum og leiktækjum. Á leiðinni heim ákváðum við að troða í okkur pizzum á La Gondola veitingastaðinn vegna rigningar. Södd og sæl heldum við svo heimferðinni áfram á bílstæðið og svo beint heim að skella krökkunum í bólið.
Fimmtudagurinn 12. júlí 2007
Léttir skúrir voru ekkert að stoppa okkur í að komast í Lieseberg. Rigningin lét sjá sig fyrri hluta dags en þegar við vorum búin að gúffa í okkur hamborgurum undir berum himni, og smá dembu, lét hún sig hverfa. Bjartur var alveg í essinu sínu í öllum tækjunum og virtist ekki fá nóg og vildi bara meira og meira. Alveg á því að hann vildi mæta aftur í garðinn til að fara í stóru klessubílana þegar hann yrði orðinn stærri.
Föstudagurinn 13. júlí 2007
Dagurinn fór að mest í verslunarleiðangur þ.s. við reynum að fata fjölskylduna upp. Um kvöldið voru svo þrjár tegundir af grísalundum grillaðar og drukkið og kjaftað fram eftir kvöldi/nóttu eins og komið var í vana :)
Laugardagurinn 14. júlí 2007
Dagurinn var tekinn rólega og hangið heima fyrir. Slegið var upp pizzuveislu um kvöldið svona þ.s. P&E eru komin með pizzaofn sem varð nú að sýna hvað gæti. Eftir að allir voru útétnir og börnin sofnuð hlömmuðum við okkur fyrir framan sjónvarpið. Fyrst var gamall Rambó í sænska ríkissjónvarpinu og síðan var horft á nýjasta Bondinn...báðir stóðu þeir undir sýnu, enda berir að ofan nánast allan tímann.
Sunnudagurinn 15. júlí 2007
Fórum í Slotteskogen í sól og góðu veðri. Skógurinn er yndislegt útivistarsvæði. Þar er húsdýragarður sem strákarnir hlupu á eftir svínum. Á veitingahúsinu sem við fórum á var Salsa hljómsveit sem Bjartur var heillaður af að hann réð ekki við að dilla sér og vildi fara í dansskóla þegar hann kæmi heim. Gengum garðinn fram og aftur og strákarnir léku sér mikið á stóru leiksvæði. Um kvöldið var svo kjúlla skellt á grillið en endaði reyndar í ofninum þ.s. gasið var búið og það að finna fyllingu á gaskút var ekkert grín.
Mánudagurinn 16. júlí 2007
Steikjandi sól og hiti er besta lýsing á deginum. Við fórum að Sisjön vatni sem er við hliðina á hverfinu þeirra og gengið nánast beint inní skóginn heiman frá P&E. Við vatnið var mikið stuð að sulla og hlaupa um á bryggjunni. Strákarnir gleymdu sér í leik og aðrir reyndu að sleikja sólina. Þegar komið var að heimferð voru allir búnir á því eftir veðurblíðuna.
Þriðjudagurinn 17. júlí 2007
Við tókum smá verslunarleiðangur til að byrgja okkur betur upp áður en við færum. Allir voru hálf búnir á því eftir góðviðri gærdagsins og því var dagurinn tekinn með mikilli róg enda voru stelpurnar hálf slappar.
Miðvikudagurinn 28. júlí 2007
Við kvöddum fjölskylduna að Sisjövägen 491 með virtum í ágætis veðri. Dvölin var ákaflega ljúf og góð og vonandi að við gerum þetta aftur innan skamms ;)
Myndir úr ferðinni
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)