miðvikudagur, mars 21, 2007

Pabbinn

Um daginn skruppum við í leikhús með Palla&Erlu. Tengdó passaði og við byrjuðum kvöldið á Vegaótum þ.s. ég hélt í vanann og fékk mér steikarsamloku. Við komum okkur svo niðrá Iðnó í rigningarveðri og fengum sæti aftast í salnum. Þegar að sýningin hófst var fljótlega ljóst að það myndu dropar falla í salnum og ekki leið á löngu þangað til ég var farinn að gráta af hlátri. Á tímabili þurfti ég að hætta að hlusta og einbeita mér að því að ná andanum. Í hláturssköllunum tókst mér að missa gleraugun í gólfið og tókst með erfiðismunum að ná þeim upp af gólfinu milli þess að hlæja, gráta og taka andköf. Seinni hluti var sem betur fer ekki jafn fyndinn því þá hefði ekki komist heill út af sýningunni. Mæli með þessu leikriti og sérstaklega fyrir unga foreldra sem eiga auðvelt að samsvara sér í foreldrahlutverkinu.