laugardagur, nóvember 30, 2013
Sunna bellerína
Sunna sýndi í dag í balletnum í síðasta tíma fyrir jól. Hún var búin að vera með okkur að horfa á systur sínu og steig svo á gólfið með sínum hóp. Alltaf jafn gaman að horfa á þessu dúkkulísu dansa og verður vonandi sem lengst í þessu =)
Dagný ballerína
Síðasti balletttíminn hjá Dagný fyrir jól og þá var slegið upp sýningu fyrir vini & vandamenn. Þær verða alltaf flottari með hverju árinu og gaman að skoða myndir frá þessum litlu ballerínum síðustu ár. Vonandi verða þær systur síðan einhverntíman saman á sviðinu enda eru þær farnar að sýna heima fyrir saman og eru flottar saman. Það er aldrei langt í sprellið hjá Dagný kátu =)
þriðjudagur, nóvember 05, 2013
Vinkonuafmælisveisla
Sunna & Elsa héldu saman uppá afmælið í dag og það var ekki leiðinlegt að geta hlaupið um og leikið með bekkjarfélögunum í Ævintýralandinu þar sem var haldið vel utan um alla.
föstudagur, nóvember 01, 2013
Hrekkjavaka 2013
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)