miðvikudagur, desember 25, 2002

Þá er maður kominn austur, kom reynar 22.des. Gaman að sjá Dag og fjölskyldu, enda hef ég nánast ekkert séð þau í ár. Enginn snjór :(, skil ekki til hvers að halda uppá jól þegar það er enginn snjór...segi nú bara svona, það vantar samt tilfinnanlega eitthvað...og ekki bara snjóinn því ég er einn hérna og vantar líka Bínu. Annars er þetta rosalega gott líf, fínt ef allt fólk sem maður þekkti væri hérna, hópflutningar út á land :) nei ætli það geist nokkuð á næstunni, jæja, nenni ekki að vera að leika mér í gegnum módem :)

mánudagur, desember 23, 2002

Möndlugrauturinn

Ris ala mande er hluti af jólunum hjá mér. Síðustu ár hef ég alltaf skellt í graut fyrir um 20 manns á Þorláksmessu. Þá koma jafnvel ættingjar og fá graut og sækja pakkana sína. Það hefur hentað vel síðustu ár með lítil börn og síðan eru oft veikindi á þessum tíma og fínt að þurfa ekki að vera í útkeyrslu.
En á hverju ári þarf ég alltaf að leita að uppskriftinni. Ég finn hana nú alltaf í póstinum hjá mér og á uppskriftavef Huga en það er jafnvel fínt að hafa þetta hérna.

Fyrir c.a. 10:
  • 210 gr. grautargrjón( eða hrísgrjón)
  • 1,25 dl. vatn
  • 3,2 l. mjólk
  • 2.5 matskeið sykur
  • 7.5 tsk. vanillusykur
  • 125 gr. hakkaðar möndlur
  • 5 dl. þeyttur rjómi

Aðferð
  1. Setjið grjónin í pott og bleytið í þeim með vatninu
  2. Sjóðið og bætið mjólk útí eftir þörfum
  3. Kælið grautinn
  4. Blandið hökkuðu möndlunum, sykri, vanillusykri og þeytta rjómanum út í (smakkist til)

fimmtudagur, desember 19, 2002

Jibbí...ný tölva, þetta tók sinn tíma, en því miður ekki nýtt heimili fyrir hana...og okkur, a.m.k. lítur það ekki út fyrir það. Gerðum tilboð í gær í fína íbúð í HFN, en ég er svo tekjulítill á meðan ég er í námi að við fengum ekki greiðslumatið í gegn. En vonandi finnum við einhverja góða síðar þegar við förum í íbúðaleit í sumar...þegar maður verður kominn með vinnu til að komast í gegnum þetta @$$ kerfi.
Náði minn ekki bara kúrsinum sem ég mætti í uppá grín, það er nú ekki slæmt að mæta bara í próf og ná =)

mánudagur, desember 16, 2002

Tölvulaus í viku, damn, jæja, það kvarta ekki allir, Bína hefur a.m.k. meiri aðgang að mér heldur en áður :)
Einhver próf búin, og ætli maður mæti ekki í próf á morgun sem ég gleymdi að skrá mig úr...á líklegast ekki eftir að ná þ.s. ég hef ekkert lært undir það, eða í vetur, en það er nú bara gaman :)
Jólagjafakaupin alveg að verða búin...sem og fjármunir mínir, sé framá að eiga ekki krónu eftir áramót þannig að það verður athyglisvert að sjá hvernig það verður, Bína verður bara að vinna fyrir heimilinu :)
Eftir viku verður maður kominn einn heim á Seyðó, það verður nú gaman að sjá fólkið aftur, aðalega Dag og co. en ég sá þau síðast seinustu jól =)

þriðjudagur, desember 10, 2002

Fínasti afmælisdagur í gær. Fékk peysu frá Bínu, sem var reyndar aðeins of lítil þannig að við gerðum okkur ferð og skipum í stærri :), nýja Pearl Jam frá móður minni og trefil frá tengdó. Síðan fékk maður mat í HFN þannig að maður slapp við að elda, og pottur á eftir, það var rosalega gott :) held að við höfum seinast farið í pottinn í sumar þegar við komum heim um verslunarmannahelgina.
Nú á maður að vera að læra undir próf, en er svona að fara yfir efnið í rólegheitum, enda 3 tímar til prófs, er bara að slaka á og skoða netið í leiðinni.
Ætlaði að fá nýja vél í gær, þannig að ég seldi mína, en vitir menn, sendingin er ekki enn búin að skila sér í hús, það verður samt munur að vera kominn með nýtt viðhald með brennara, það á eftir að auðvelda ýmislegt :) en ég er bara tölvulaus þangað til :( sem er allt í lagi svo sem, verst að ég þyrfti að klára smá mix á lögunum okkar, en það verður bara að bíða...einnig slæmt að komast ekki í grafíkina sem á að fara að prenta út =)

laugardagur, desember 07, 2002

Lénin eru að skila sér, logihelgu.com komið, en swank.is vísar reynar bara á síðuna mína ekki swank síðuna, en það hlýtur að koma með betri tíð...talandi um tíð þá virðist nú bara allt vera að versna í landinu, alltaf verið að segja fólki upp hér og þar og enginn hefur efni á að halda heilög jól því þetta er jú bara verslunarapparat, en maður er ekki enn orðinn almenningþegn og lifir enn á lánum :)
Siggi er að spila á Celtic í kvöld, hann er ekkert að láta mann vita :@, en ætli maður kíki ekki í smá bjór og hann í kvöld.
Jólaundirbúiningu ekkert sérstaklega kominn af stað, reyndar allar gjafir komnar nema handa Bínu, og það er nú ekkert auðvellt að finna eitthvað sem er nógu gott, en hlýt að finna á endananum. Þyrfti að huga að jólakortum...kanski maður hafi þau bara starfræn að stórum hluta í ár...nei það er nú frekar lame.

fimmtudagur, desember 05, 2002

Rigning, rigning, rigning...sérstaða RVK. Munnlegt próf á eftir þar sem ég á að kynna og svara spurningum úr viðskiptaáætlun minni um hugbúnað sem les upp skrifaðan texta í tölvu á íslensku, gaman að því. Vonandi fer maður og reddar lénum í dag, logihelgu.com og swank.is, kominn tími til að gera þetta og síðan er ég sorglega, grát grát, að segja skilið við vélina mína jafnvel í dag, en það er allt í lagi því ég er að fá mér eina stærri systur hennar :) bros út að eyrum, þótt ég eigi nú eftir að sakna þessarar elsku, æ litla viðhaldið mitt....og Logi missti sig

mánudagur, desember 02, 2002

Nei, nei, nei, er ekki bara kominn nýr mánuður. Það er nú heldur betur mikið að gera þegar maður hefur ekki tíma til að skrifa þessar fáu línur sem koma reglulega hjá manni. En Swank upptökurnar heldu áfram á fimmtu- og föstudag til 4 um nóttina, og gaman að segja frá þaí að þeim er að mestu lokið og hljóma bara mjög vel...svona eins vel og við hljómum he he...en ég er allavega að fíla þetta.
Síðan fór ég bandý á laugardaginn, var nú enn að jafna mig eftir veikindin en hélt þetta alveg út, ahh hvað það er gott að hreyfa sig, verst bara hvað ég var slappur og gat ekkert verið í neinum rystingum.
Síðan var okkur boðið með Bínu-family út á Pizza-Hut á laugardaginn og síðan á Halla og Ladda, alltaf í menningunni :), og þeir voru fínir í heildina, mjög góðir fyrir hlé, en síaðn var þetta svona rólegra eftir hlé. Síðan brunuðum við í HFN að skoða nýja stófann sem var verið að setja upp, og tókst okkur 3 fílelfdum karlmönnum að troða honum saman á endanum. Nú er Balli loksins sáttur við heimabíóið með gamla sófanum þar sem hann gat staðsett bassaboxið þannig að stellið í eldhússkápunum hinu megin við veggin hristist þegar hækkað er...og það er rosalega gott hljóð :) miklu betra en í bíó.
Jæja, nú er ég búinn að vera að læra...?...já maður tekur sig stundum til og gerir óútskýranlega hluti...