þriðjudagur, desember 10, 2002

Fínasti afmælisdagur í gær. Fékk peysu frá Bínu, sem var reyndar aðeins of lítil þannig að við gerðum okkur ferð og skipum í stærri :), nýja Pearl Jam frá móður minni og trefil frá tengdó. Síðan fékk maður mat í HFN þannig að maður slapp við að elda, og pottur á eftir, það var rosalega gott :) held að við höfum seinast farið í pottinn í sumar þegar við komum heim um verslunarmannahelgina.
Nú á maður að vera að læra undir próf, en er svona að fara yfir efnið í rólegheitum, enda 3 tímar til prófs, er bara að slaka á og skoða netið í leiðinni.
Ætlaði að fá nýja vél í gær, þannig að ég seldi mína, en vitir menn, sendingin er ekki enn búin að skila sér í hús, það verður samt munur að vera kominn með nýtt viðhald með brennara, það á eftir að auðvelda ýmislegt :) en ég er bara tölvulaus þangað til :( sem er allt í lagi svo sem, verst að ég þyrfti að klára smá mix á lögunum okkar, en það verður bara að bíða...einnig slæmt að komast ekki í grafíkina sem á að fara að prenta út =)

Engin ummæli: