fimmtudagur, desember 19, 2002

Jibbí...ný tölva, þetta tók sinn tíma, en því miður ekki nýtt heimili fyrir hana...og okkur, a.m.k. lítur það ekki út fyrir það. Gerðum tilboð í gær í fína íbúð í HFN, en ég er svo tekjulítill á meðan ég er í námi að við fengum ekki greiðslumatið í gegn. En vonandi finnum við einhverja góða síðar þegar við förum í íbúðaleit í sumar...þegar maður verður kominn með vinnu til að komast í gegnum þetta @$$ kerfi.
Náði minn ekki bara kúrsinum sem ég mætti í uppá grín, það er nú ekki slæmt að mæta bara í próf og ná =)

Engin ummæli: