Nei, nei, nei, er ekki bara kominn nýr mánuður. Það er nú heldur betur mikið að gera þegar maður hefur ekki tíma til að skrifa þessar fáu línur sem koma reglulega hjá manni. En Swank upptökurnar heldu áfram á fimmtu- og föstudag til 4 um nóttina, og gaman að segja frá þaí að þeim er að mestu lokið og hljóma bara mjög vel...svona eins vel og við hljómum he he...en ég er allavega að fíla þetta.
Síðan fór ég bandý á laugardaginn, var nú enn að jafna mig eftir veikindin en hélt þetta alveg út, ahh hvað það er gott að hreyfa sig, verst bara hvað ég var slappur og gat ekkert verið í neinum rystingum.
Síðan var okkur boðið með Bínu-family út á Pizza-Hut á laugardaginn og síðan á Halla og Ladda, alltaf í menningunni :), og þeir voru fínir í heildina, mjög góðir fyrir hlé, en síaðn var þetta svona rólegra eftir hlé. Síðan brunuðum við í HFN að skoða nýja stófann sem var verið að setja upp, og tókst okkur 3 fílelfdum karlmönnum að troða honum saman á endanum. Nú er Balli loksins sáttur við heimabíóið með gamla sófanum þar sem hann gat staðsett bassaboxið þannig að stellið í eldhússkápunum hinu megin við veggin hristist þegar hækkað er...og það er rosalega gott hljóð :) miklu betra en í bíó.
Jæja, nú er ég búinn að vera að læra...?...já maður tekur sig stundum til og gerir óútskýranlega hluti...
mánudagur, desember 02, 2002
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli