miðvikudagur, nóvember 27, 2002

Fór í íþróttir á mánudaginn og þar var einn sem var að ná sér uppúr veikindum. Kl. 8 um kvöldið var minn orðinn grænn í framan og kl. 11 var þessi líka heljarinnar ælusyrpa tekin. Svaf samt alla nóttina og allan þriðjudaginn, vaknaði ekki fyrr en 7 um kvöldið og þá var bara horft á TV enda var ég tæplega með rænu til að gera meira og ekki bætti hausverkurinn neinu góðu við. Bína líka orðin veik í dag, en ég virðist vera að skríða saman, verst er bara að allir þeir sem hafa verið veikir undanfarið hafa víst verið veikir í sólahring og svo slegið aftur niður stuttu seinna þannig að maður verður víst að vera rólegur næstu daga :@

Engin ummæli: