þriðjudagur, nóvember 12, 2002

Loksins, loksins, loksins fór ég og fékk mér GSM númer. 89-SWANK, þ.s. okkur vantaði einnig símanúmer fyrir bandið þá var um að gera að nýta tækifærið. Fékki ekki Swank endingu hjá Tal þannig að ég fór í Landssímann. Komst reyndar að því að það var búið að opna gamla VS númerið mitt um leið og ég var búinn að kaupa nýtt. Ætlaði að reyna að setja númerinn af korinu inná símann, eins og hægt er í Ericsson, og fékk skilaboð þegar ég kveikti. En auðvitað var það ekki hægt á þessum fornaldar Nokia sem ég er með, hann má þó eiga það að hann er í sambandi hvar sem ég er staddur. Ender allt í lagi þótt ég gat ekki fært númerin á milli, var með næstum 150 númer og notaði líklega ekki helming af þeim :)

Engin ummæli: