miðvikudagur, desember 15, 2004

Jólaundirbúningurinn

Rosalega gott að vera svona mikið heima við í desember. Jólakortin eru farin út, jólapakkarnir tilbúnir( allir sem eiga að fara austur komnir af stað nema einn) og búið að kaupa jólatré. Við fórum í góða kuldanum í dag og versluðum okkur eitt lítið tré hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Það en nú bara rétt yfir einn metrann þannig að við tókum það bara beint í bílinn. Eitthvað hefur líka verið verslað af jólaskrauti og verður engill ofan á tréinu okkar. Mér fannst það bara fínast lausn í stað þess að finna flotta stjöru, en þær stjörnur sem við sáum voru frekar ómerkilegar.

Við feðgar verðum einir heima í kvöld þ.s. Bína er að fara á jólatónleika með stelpunum. Við feðgar ætlum að hafa það gott og líklega verða bara pulsur og bjór í kvöldmatinn :)

laugardagur, desember 11, 2004

Jólaorlofið hafið

Þá er desember vel á veg kominn og sömu sögu er að segja af 2. hluta barnaeignarorlofs sem ég tek í allan desember. Ákaflega ljúft að hafa tíma til að standa í jólastússi, geta vaknað við Bjart á morgnanna og verið með litlu fjölskyldunni okkar allan daginn. Ekki nóg með að desember sé kominn heldur er einnig kominn og farinn afmælisdagurinn minn, en nú er gamli kallinn orðinn 26 ára. Afmælisdagurinn var annasamur og um kvöldið var jólakvöldkaffi haldið hér á Hjallabrautinni. Bína gaf mér PacMan spilakassaleikinn í litlum stýripinna sem ég get tengt við sjónvarpið. Ég var ákaflega ánægður með gjöfina og grunar að þetta hafi líka verið fyrirbyggjandi aðgerðir hjá henni þar sem einhverntíman var ég að tala um að mig langaði að eignast PacMac spilakassa sem ég held að henni hafi ekkert litist á.
Mest allur jólaundirbúningur gegnur vel og ætla ég að athuga hvort ekki sé hægt að höggva tré einhverstaðar hérna á höfuðborgarsvæðinu og fara í smá fjölskylduferð um einhvern af stórskógum landsins :)