miðvikudagur, desember 15, 2004

Jólaundirbúningurinn

Rosalega gott að vera svona mikið heima við í desember. Jólakortin eru farin út, jólapakkarnir tilbúnir( allir sem eiga að fara austur komnir af stað nema einn) og búið að kaupa jólatré. Við fórum í góða kuldanum í dag og versluðum okkur eitt lítið tré hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Það en nú bara rétt yfir einn metrann þannig að við tókum það bara beint í bílinn. Eitthvað hefur líka verið verslað af jólaskrauti og verður engill ofan á tréinu okkar. Mér fannst það bara fínast lausn í stað þess að finna flotta stjöru, en þær stjörnur sem við sáum voru frekar ómerkilegar.

Við feðgar verðum einir heima í kvöld þ.s. Bína er að fara á jólatónleika með stelpunum. Við feðgar ætlum að hafa það gott og líklega verða bara pulsur og bjór í kvöldmatinn :)

Engin ummæli: