laugardagur, janúar 01, 2005

Nýtt ár gengið í garð

Hátíðirnar hafa verið afskaplega góða, sérstaklega í ljósi þess að ég hef verið heima í orlofi í desember( maður væir nú alveg til í að geta tekið góð frí í desember í framtíðinni, þótt það verði nú líklega sjaldnast á það kosið ). Jólin voru haldin hátíðleg á Burnkavöllunum og var pakkaflóðið full mikið þ.s. við þurfum að opna pakkana hans Bjarts( og hann féll nóg af þeim ). Hann var í svaka stuði fram eftir kvöldi og endurtók leikinn á völlunum á Gamlárskvöldinu í gær. Við vorum frekar spök í gær og fórum bara heim fljótlega uppúr miðnætti. Enda vorum við búin að vera á fullu allan daginn að gera herbergið hans Bjarts tilbúið og flytja tölvuna inní svefnherbergi. Þannig að í nótt svaf kallinn í sínu eigin herbergi og var bara sáttur. Nýársdagurinn hefur einkennst af svefn hjá mæðginum. Þau fóru á fætur kringum 10 í morgun og tóku svo góðan þriggja tíma svefn frá hádegi. Ætli dagurinn verði ekki bara áfram haldinn hátíðlegur heima fyrir í innibuxum og ekki verra að það er nammidagur =)

Engin ummæli: