sunnudagur, desember 02, 2012

Jóladagatal Krílanna 2012


Desember er genginn í garð. Það var ýmislegt sem átti að vera búið að gera áður en hann kæmi...en enginn skaði þó það ég hafi ekki verið tilbúinn með allt. Bína er í það minnsta með þetta allt undir "control" =)
Ég er kominn með mitt dagatal og fjölskyldudagatalið var það fyrsta sem var gert í byrjun mánaðar eins og hún hefur passað að hafi verið komið upp síðustu tvö ár jafnframt því að setja saman dagatal fyrir mig.
Ég tók nú lítinn þátt í þessari snilld en hafði ofan af fyrir Sindra sem veit ekkert skemmtilegra en að rannsaka heiminn og böðlast með allt sem hann finnur. Stærri krakkarnir voru öll mjög dugleg að hjálpa til og frábært að fylgjast með þessu fæðast hjá þeim í sameiningu þar sem að Bína fékk þau í lið með sér að skapa þetta...æðislegt fólk sem ég hef í kringum mig.
Nú er spennandi að sjá í byrjun hvers dags hvað dagatalið segir og oftar en ekki eitthvað sem allir taka þátt í og verður hin mesta skemmtun úr =)

Engin ummæli: