laugardagur, júní 29, 2013

Sindri fyndni


Ég og Sindri skelltum okkur á "Borum borum" gjörning sem var á laugardagsmorgni uppi hjá réttum í tilefni 100 ára afmælishátiðar Hugins. Þó svo að þessi gjörningur hafi nú mest lítið með íþróttastarfið að gera þá var þetta bara gaman og góð ámynning á hvað bæta þarf samgöngur í fjörðinn. 
Sindri byrjaði á að nappa af mér myndavélinni og mynda mig og fleira. Síðan þegar ég tók hana af honum þá lagði hann af stað uppað gangmunanum sem var hluti af gjörningnum. Ég elti hann í rólegheitunum þar sem ég hafði ekki heyrt að það væri stranglega bannað að fara þangað fyrr en gjörningurinn væri búinn. Sem betur fer var hlaupið á eftir okkur og við stoppaðir af áður en Sindri komst inn að fikta í sprengiefninu.
Þegar kom að því að smala öllum inní rétt þá stóð okkar maður á malarhól og benti öllum skilmerkilega hvert átti að fara eins og hann væri að stjórna...og hætti ekki fyrr en allir voru komnir á sinn stað.
Síðan var á endanum sprengt fyrir göngunum og það fannst mínum manni nú ekki lítið merkilegt og gat talað um það í góðan tíma á eftir. Hann er ákveðinn ungur maður sem þykist ráða ýmsu ;)

Engin ummæli: