þriðjudagur, júní 25, 2013

Lundarfar


Þá var komið að því að fara með Frænku uppí Sesseljulund eins og Jóhann var búinn að skipuleggja að gera í þessari Íslandsför. Hann og Bragi (með hjálp frá fleirum) smíðuðu Lundarfar og síðan var haldið til Frænku þar sem fleiri ættingjar bættust í hópinn.
Ferðin gekk vel og hafði Frænka það notalegt á hásætinu með sterka burðarmenn sem sáu til þess að hún þurfti ekki að stíga niður fæti alla leiðina.
Svo var stoppað í (eða hjá) Lundinum og nestið tekið upp og verðurblíðunnar notið áður en haldið var aftur niður með Frænku prinessu og fylgdarlið =)