laugardagur, júní 22, 2013
Dagsafmæli
Dagur hélt uppá stórafmæli með alsherjar veislu og þar sem allir bræðurnir mættu ásamt systurinni þá varð ég að mæta og var þetta partý því ástæða snemmbúins sumarfrís í ár. Partýið stóð líka undir væntingum þar sem var grillað á 4 grillum og matur & drykkur flæddu út um allt og ofan í alla langt fram eftir. Við yfirgáfum nú stuðið löngu eftir miðnætti þegar allir krakkarnir voru sofnaði nema Bjartur. Hann hafði hreiðrað um sig í herbergi Sólar og lesið syrpur fram eftir kvöldi. Þegar hann kom svo loksins hafði hann sérstaklega gaman að því hvað allir voru hressir og í miklu stuði...enda var þetta alvöru partý sem lifði lengi og voru margar góðar sögur og nokkrar myndir =)
Efnisorð:
ferðalög,
Félagslíf,
fjölskyldan,
krakkarnir,
Matur,
sumar,
Ættin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli